Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 6

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 6
172 ÆGIR Æskilegt væri, að bátasmiðir vildu taka þetta til íhugunar. Það mun borga sig, bæði fyrir þá sjálfa og þjóðina í heild sinni. Grindavik, 31. júli, 1930 Jón Engilbertsson. * * * Grein sú, sem hér birtist eftir Jón Engilbertsson, um opna vélbáta, er þess eðlis, að henni sé gaumur gefinn — og bezt væri, að fleiri tækju undir og gæfu upplýsingar um, hvers þeir hafa orðið áskynja, um frágang á fleytum þeim, sem þeir hafa verið á. Hinn 3. nóvember 1929 hélt undirrit- aður fund með íiskideildinni í Gerðum í Garði og stofnaði um leið deild fyrir »Slysavarnarfélag íslands«. Á þeim fundi var rætt um margt, er gæti orðið til* öryggis á sjónum og þar kom fram, hversu oft Garðmenn hafa verið riðnir við björgun og aðra aðstoð, er skip hafa strandað á þeim slóðum, en það, sem annað, er sjómenn fram- kvæma til bjálpar öðrum, er almenningi hulið, af hverju sem það er. »Ægir« hefir birt nokkrar greinar um framúrskarandi framgöngu íslenzkra sjómanna við björg- un úr sjávarháska, en lítið heflr borið á, að skýrslur þær hafi bætt úr nokkru. Þær eru lesnar, ekkert við þær að athuga og svo ekki við söguna meir. Hinn 11. desember 1929 voru mættir á Fiskifélagsfundi í Grindavík, íorseti Kristján Bergsson, Geir Sigurðsson og undirritaður. Var fundur fjörugur og meðal annars kom í Ijós hið sama, sem grein hr. Jóns Engilbertssonar bendir á; var líkt skýrt frá um smíði skipa og heyrðust engin mótmæli, en síðan hefir ekkert verið minst á þetta fyr en nú. Árið 1927 var undirritaður einnig á fundi í Grindavik, og þá var áhugi manna mikill fyrir þvi, að stormviti væri reistur þar og þá um tíma unnið að því, en árinu eftir var sá áhugi horfinn. Á þeim fundi kom það í ljós, að rek- akkeri var ekkert í verstöðinni og, að menn þektu það lítið og þó var árlega búið að benda á það í »Ægi« og hvetja menn til að nota það, í samfleytt 12 ár. Pá var brugðið við eftir fundinn og rek- akkeri sent suður, en á fundinum 1929, kom það í ljós, að þau eru enn ekki notuð og þó hagar svo til, einkum eftir að vélar komu í opna báta, að óvíðct á landinu er meiri þörf á því bjargtœki, en einmitt í Grindavík. Það má kenna mörgu um er svona fer, en ein ástæða, og hún ekki hvað minst, er sú, að enginn fæst til að halda hvatn- ingu áfram, birtist grein, sem verða mætti fiskimönnum að gagni, eða þeim, sem um sjóinn fara. Enginn vill opinberlega leggja málefninu lið. Pegar beðið er um brýr á árnar, leggja margir fram álit sitt, gefa skýrslur og bendingar til þess að málið fái byr, hættuminna sé að fara um landið og alt gangi liðlegar. Þegar bent er á tæki eða annað, sem gerir sjóferðir öruggari og gæti orðið til bjargar er í hart fer á sjónum, þá þegja sjómennirnir, humma alt fram af sér, og þannig heldur áfram hér, þar til upp- risa þeir menn meðal stéttarinnar, sem álíta það skyldu sína að framfylgja því opinberlega, sem þeir af reynslu sinni álita að geti orðið stétt sinni til góðs; þá fyrst sést árangur, en þögnin drepur alt. Fiskideildir starfa lítið, eftir því sem alment heyrist og fundir strjálir, en hvernig litist mönnum í verstöðum á það, að fiskideildir kysu t. d. 3 bátafor- menn í hverri veiðistöð, þar sem deildir Á

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.