Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 7

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 7
ÆGIR 173 eru, til þess að athuga ýmislegt, sem þeir álitu gagnlegt að kæmi fram og rituðu um það nokkur orð, í blöð eða timaritið »Ægir«, skýrðu frá framkvæmd- um sjómanna við björgun á sjó og störf- uðu í þá átt að drepa þá þögn, sem hvilir yfir stétt þeirra. Slík nefnd ætti að vera í hverri veiðistöð landsins. Rvík, 28. ág. 1930. Sveinbj. Egilson. Skýrsla 6rindrekans í Vestfirðingafjórðungi maí—júlí 1930. Eins og undanfarin ár, skal hér gefið stutt yfirlit yfir aflabrögðin i veiðistöðv- uni fjórðungsins yfir vorvertiðina. Svo sem yfirlit þetta ber með sér, er aflinn miklum mun minni á vorvertíðinni Qh. en í fyrra. En þess ber líka að gæta, að páskar voru hálfum mánuði fyr 1929 en nú, og hefi ég því einungis talið maí °8 júnímánuð til vorvertíðar, því ein- Ungis fáir dagar voru eftir af apríl að Páskum liðnum og hér í bæ ekki farið til flskjar þá daga. Fer hér á eftir aflafengurinn í þurfisk- skippundum. Tölurnar innan sviga sýna aflann s. 1. ár. Flatey á Breiðafirði. Þaðan gekk nú ein- uugis 1 þilskip á færaveiðar eins og s. 1. ár* og aflaði um 225 skpd., þar til í önd- verðum júlí (200). Vikur, ásamt vestanverðum Patreksfirði. Faðan gengu í vor 16 litlir bátar með uiönnum, og öfluðu um 320 skpd. (400). í fyrra gengu þaðan 19 bátar. Aflinn talinn í löku meðallagi. Fatreksfjörður (verzlunarstaðurinn). í vor hafa gengið þaðan: 4 þilskip á 45 færaveiðar, 11 opnir vélbátar, svo og tog- arinn Leiknir. Síðastl. vor, voru þilskipin 5, en tala opnu vélbátanna hin sama, ásamt togar- anum Leikni. Afli frá 1. mai til 1. júlí um 2100 skpd. (3200). Par af togarafiskur um 890 skpd., en 2100 skpd. i fyrra. Stafar mismunur- inn á togarafiskinum af því, að s. 1. vor var aprílaflinn tekinn með og sé honum nú bætt við, verður togara-aflinn yfir april, mai, júní um 1990 skpd. Aflabrögð voru góð í maí, en léleg seinni hluta júním., og fiskveiðin á opnu bát- ana hætt að mestu, eftir að kom fram ijúli. Tálknafjörður. Paðan gengu í vor 14 opnir vélbátar, og er það sama bátatala og s. 1. vor. Afli frá maíbyrjum þar til i öndverðum júlí um 890 skpd. (1150). Má það að vísu teljast góður afli, þótt mikið minni sé en í fyrra, enda var þá uppgripa-afli alt vorið. Arnarfjörður. Frá Bíldudal gengu 3 þil- skip á færaveiðar, eins og i fyrra, en opnu vélbátarnir færri, voru taldir rúmir 20 i stað 30—40 í fyrra. Aíli yfir maí og júnim. einungis um 1000 skpd. (2100). — Aflinn á opnu bátana brást algerlega, en færaskipin öfluðu vel í Maí, en miður í júni. Dýrafjörður. Paðan gengu 4 þilskip á færaveiðar og 1 vélbátur um 12 lesta, ennfremur 5—6 smávélbátar. Yflr maí og júní aflaðist þar um 1000 skpd. Góður afli á færaskipin, einkum í mai. Mun einnig hafa verið dágóður afli á smábátana. Önundarfjörður. í vor gengu þaðan 1 vélskip, ca 14 lesta, á færi, 1 vélb. tæpl. 20 lesta, er á vertiðinni var skift fyrir 14 lesta vélbát (Einar Pveræing) af Akranesi, og 6—7 vélbátar frá 2—5 lesta. Er það svipuð bátatala og s. 1. vor.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.