Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Síða 8

Ægir - 01.08.1930, Síða 8
174 ÆGIR Afli frá 1. maí til 1. júlí um 970 skpd. (1190). Má það teljast meðalafli yfirleitt. Súgandafjörður. Þaðan gengu í vor um 7 vélbátar, og 1—2 smábátar með köflum. í fyrra voru taldir í Súgandafirði um 10 vélb. — auk smábátanna. Afli yfir maí og júnímán. um 900 skpd. (1000). Mjög góður afli í maí, en rýr sið- ari hluta júni. Vorvertíðin má samt telj- ast mjög góð. Af steinbít aflaðist alls um 45000 stykki., en um 60 þús. árið sem leið, enda var þá steinbítur með mesta móti. Bolungavik. Á vorvertíðinni gengu það- an 1 vélb. um 30 lesta, 16 vélb. frá 3—7 lesta og 4—5 smávélbátar. — Síðastl. vor voru taldir í Bol.vík 1 vélb. um 30 lesta, 15 vélb. undir 12 lesta, 2 smávéla- og 9 árabátar. Afli frá maíbyrjun til júníloka um 1900 skpd. (1800). — Afbragðs afli í maí en lé- legur síðari hluta júní, enda hættu margir bátanna fiskveiðum eftir miðjan mánuðinn. Hnifsdalur. Bátatala þaðan í vor: 8 vélb. frá 3—8 lestir, 8—10 smávélbátar og 2—3 litlir árabátar. — Auk þess gengu úr Arnardal 5—6 smávélbátar. — í fyrra voru taldir þar á vorvertíðinni 1 vélb. um 20 lesta, 8 vélb. undir 12 lestum og um 15 árabátar, Arnardalur þar meðtalinn. Afli yfir maí og júní um 1800 skpd. (1460), þar af um 100 í Arnardal. Ágætisafli í Hnífsdal i maí, líkt og í Bol.vík, en minkaði er kom fram í júní, og smábátarnir hættu flestir um miðjan maí. ísafjarðarkaupstaður. Tala fiskiskipa, er stunduðu veiðar þaðan í vor, var sem hér segir: 1 línugufuskip, 12—13 vélbátar um og yfir 30 lestir, 2 — 4 vélb. undir 12 lestum, og nokkrir smávélbátar, er selja nær allan sinn afla til matar í bæinn, ennfremur togararnir Hávarður og Haf- stein. Nokkur utanbæjarskip seldu hér og smáslatta af saltfiski. Siðaslliðið vor gengu héðan 10 vélbátar stórir, 5 vélb. undir 12 lestir, 8 smávél- báter, svo og togararnir Hávarður og Hafstein. Afli frá maíbyrjun til júliloka í vor, um 6850 skpd. (6665). Þar af er togara- aflinn um 1830 skpd. (1800). Stærri bátarnir hættu veiðum um og eftir 20 júní. — Vorvertíðaraflinn má telj- ast i góðu meðallagi yfirleitt. Alftafjörður. í vor gengu þaðan 5 vél- bátar af svipaðri stærð og í Hnífsdal. Auk þess gekk 40 lesta bátur þaðan mestan part maí, og linugufubátur lagði þar upp aflaslatta. 1 fyrra gengu hinir 5 sömu vélbátar og nú, en 30 lesta báturinn gekk þá ekki. Afli yfir maí og júní 820 skpd. (730). Aflinn fremur rýr og lakari tiltölulega en í Bolungavik og Hnifsdal. Auk þess, sem hér er talið, hefir verið keypt af norskum skipum og lagt upp á ísafirði um 700 skpd., og á Álftafirði verkað um 460 skpd. Ögurnes og Ögurvík. Þaðan gengu 5—7 smávélbátar og 2—3 árabátar. — Nokkrir bátanna gengu einungis lítinn tíma. í fyrra gengu þaðan 7 bátar alls. Aflafengur yfir mai og júní mánuði um 470 skpd. (340). Var allgóður afli þarna um tima í vor, en má samt í heild sinni teljast rýr. Snœfjallaströnd. 5—6 bátar, flestir með smávél, gengu þaðan í vor, og er það svipað og i fyrra. Afli frá byrjun maí til júníloka um 210 skpd. (200), og er það í löku meðallagi. Aðalvik og Strandir. í vor gengu þaðan 6—7 vélbátar (ca. 2—5 lesta), 8 smá- vélbátar og 3—4 litlir árabátar. — í fyrra voru taldir þar 8 vélbátar, 1 smávélbátur og um 12 árabátar. Afli yfir maí og júni mánuði í vor, um 840 skpd. (990). Var góður afli á Strönd-

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.