Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 9

Ægir - 01.08.1930, Blaðsíða 9
ÆGIR 175 um um tima í vor, en fremur lélegur í Aðalvík. Vetraraflinn var þar aftur meiri en áður. Á Gjögri munu róðrar hafa byrjað í öndverðum maí, en þaðan ganga einungis fáir bátar, og því ekki teljandi afli kominn > júnílok. I Steingrímsfirði byrjuðu fiskveiðar í Júní, en tregur afli var þar allan mánuð- mn og færri bátar en i fyrra. Eins og tekið er fram hér á undan, má segja að vorvertíðaraflinn hafi verið góður í aðal-veiðistöðvunum við Djúpið, svo og í Súgandafirði, og jafnvel í Önundarfirði °g Dýrafirði. — Var uppgripaafli um tíma * maí í Bolungavik, Hnífsdal og Súganda- firði, og leit út fyrir ágæta vorvertíð. En stnásíld veiddist ekki hér og frystisíldin §ekk til þurðar, svo fiskveiðar bættu nokkru fyr en venjulega, enda dró algerlega úr aflanum er kom fram í júni. Hæstur hlutur á ísafirði mun vera um kr., í Hnifsdal og Súgandafirði um 000 kr, og í Bolungavik 550 kr. Rlautfiskverð almennt 15—16 aura kg af stórfiski og 12 aura smáfiskur. — Verð a saltfiski upp úr bátum 24 aura stór- fiskur og 22 aura smáfiskur. — Nokkuð hserra verð á stöðnum fiski. í Arnarfirði brást aflnn að heita má algerlega. — Rýr afli var einnig í Patreks- firði og Vikum, en góður yfirleitt í Tálkna- firði. Um aflann á færaskipunum verður getið 1 næstu skýrslu. — Hefi ég ekki fleiru við að bæta um fisk- Veiðar bér í fjórðungnum að þessu sinni. ísafirði, 9. ágúst 1930. Kristján Jónsson frá Garðsstöðum. Sjávarhiti. Skýring á orsök fiskileysis við Fínn- mörk þetta ár. Hafrannsóknarskipið »Johan Hjorta kom til Bodö hinn 23. júlí s. 1. úr rann- sóknarferð kringum Lofoten og Vesterálen. Fyrir ferðinni var fiskimálaerindreki Oskar Sund, sem síðustu árin hefir unn- ið að vísindalegum hafrannsóknum með ströndum fram og við Finnmörk. Blaðamenn við »Nordlandsposten« hafa átt tal við fiskimálaerindrekann og meðal annars spurt hann, hvort nokkuð sérstakt hefði gerst i för hans. Taldi hann þá sem sérstakan viðburð, hve sjávarhiti hefði verið mikill á svæði því, sem hann fór um og nefndi t. d. að aðfaranótt hins 23. júli, hefði sjávar- hiti verið 17 gráður við yfirborð sjávar og sömu nótt mældist 14 gráða hiti við Grímseyna. Þetta óvenju háa hilastig hefir einnig komið fram við dýptarmæl- ingar í Golfstraumnum fyrir utan »Egg- en«, þar var hitinn 7—8 gráður þar sem hann vanalega er 6—7 gráður. Við Finnmerkurstrendur hefir sjávar- hiti þetta ár verið óvenju mikill, að jafnaði 3—5 gráður í stað þess, að hann er að öllujöfnu l1/*—3 gráður. Það kom fram, að við Finnmerkurstrendur streymdi heitur sjór að sunnan og varnaði að- streymi kalda sjávarins að norðan. Hr. Sund sagði að lokum: »Þetta nægir lil skýringar á fiskileysi við Finnmörk í ár«. Eins og mönnum mun hér kunnugt og blöð hafa skýrt frá, brugðust veiðar við Finnmörku svo, að norska stjórnin varð að hlaupa undir bagga og greiða heimferð 500 vermanna, er þeir höfðu ekki aflað svo, að þeir ættu fyrir far- gjaldi heim, að lokinni vertið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.