Ægir - 01.08.1930, Side 17
ÆGIR
183
heflr verið til veiða frá íslandi til Bjarnar-
eyjar. Sé frá Reykjavik farið fyrir Horn-
bjarg er Jan Mayen hér um bil miðja
vega til Bjarnareyjar, á réttri stefnu, og
vegalengd alls frá| Reykjavik um 2000
km., en leið sú sem héðan mun farin,
er austur fyrir land, fram hjá Nordkap
á Noregi.
Verð á skipum.
í skýrslu, sem nær yfir fyrri helming
ársins 1930 og birtist í »Fairplay«, er
sagt frá, hvað meðal kaupverð á skipum
hafi verið hina fyrstu sex mánuði ársins
og er þá reiknað eftir því, hve mikið
ein smálest af burðarmagni skips kostar.
Meðalverð á 7500 smál. gufuskipum
var um 9 sterlingspund fyrir hverja smál.
Árið 1910 var verðið 6—7 pund, en árið
1915, er afleiðingar styrjaldarinnar fóru
að koma í ljós, var verðið 13 pd. hver
smál. Eftir það hækkuðu skip í verði
jafnt og þétt þar til hámarki var náð
1921, er hver smál. komst upp í 30 pd.,
en siðari hluta þess árs féll verðið fyrst
niður í 18 pd. og var komið ofan í 10
Pd. í árslok; er hér átt við nýsmíðuð skip.
Arin 1925-1929 var verð á skipum af
sömu stærð, er afhent voru frá brezkum
skipasmíðastöðvum, frá 8—8 pd. 19,4
shillings hverja smál. og eru þau því
dýrari en næstu ár á undan; orsök til
þessarar verðhækkunar er sú, að eig-
endur krefjast, að meira sé vandað til
herbergja og alls smíðis inni i skipun-
Ul», en var fyrir stríð, auk þess sem
efni og vinnulaun eru nú dýrari.
Hið ódýrasta skip, sem smíðað hefir
verið á brezkri skipasmiðastöð, var smíð-
ad 1908; var verðið 4 pd. 12,6 shillings
fyrir hverja smál., en hið dýrasta skip,
sem menn vita til, var smíðað í Japan;
kostaði hver smál. í því 100 sterlpd. er
smíðastöðin afhenti það.
Á stríðsárunum, var eftirspurn eftir
8—9 þús. smál. skipum mest, en nú er
stærðin 6500—7500 smál., sem til vöru-
flutninga þykir heppilegust. Manna á
milli, eru skip af þessari stærð, talsvert
ódýrari en hér er getið, þar sem átt er
við það verð, sem skipasmiðastöðvar
heimta við afhendingu.
Fiskútflutningur frá New-
foundlandi.
Samkvæmt skýrslu frá aðalkonsúl Dana
í Montreal, hefir þorskútflutningur frá
Newfoundlandi verið þessi frá 1. jan. til
4. júlí í ár, talið í qvintals (1 qvintal =
50,8 kg.).
1929 (Qvintals) 1930
Portugal 80,254 59,320
Spánar 51,932 75,977
Ítalíu 15,748 7,946
Brezku V. Indíur 13,058 14,152
Canada 923 797
Englands 4,027 10,499
Bandaríkjanna . 6,465 1.596
Grikklands.... 1,200 11,104
Porto Rico. . . . 8,451 24,684
Kuba 1,350 2,172
Iamaica 24,122 29,834
Brasilía 143,977 135,318
Malta 25 85
Samtals . . . 351,532 373,484