Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 21

Ægir - 01.08.1930, Qupperneq 21
ÆGIR 187 t Stefán Sveinsson verkstjóri andaðist hér í bænum 9. ágúst eftir stutta legu í lungnabólgu. Hann var Skagfirsk- ur að ætt, en ólst upp hjá síra Hálfdáni Guðjónssyni á Breiðabólsstað. Hann var að námi i Latínuskólanum nokkur ár, en lagði eftir það stund á verzlun og verkstjórn. Hann var fjölhæfum gáfum gæddur, viðkynningargóður og vinsæll. Hann var kvæntur Rannveigu Ólafsdótt- ur, og lifir hún mann sinn ásamt sjö börnum þeirra. Stefán sálugi var undanfarin ár verk- stjóri hlutafélagsins íslands hér í bænum. Flutningarnir frá St. Kilda. Um mánaðamótin ágúst — september, flutti skipið Harebell á braut frá St. Kilda, 70 eyjarskeggja. Fjölskyldurnar á eyj- unni voru tíu alls. Átta þeirra setjast að i Skotlandi, hinir fara á land í Oban. — 011 skjöl og skilríki voru flutt frá St. Kilda á skipinu Dunora Castle, 573 kind- ór og 13 stórgripir. — Áður eyjarskeggj- ur fóru af stað gengu þeir í kirkjugarð- inn. Gátu fæstir þeirra dulið hve sárt þeim þótti að verða að hverfa á braut heimkynnum sinum. — Eyjan hefir verið bygð i meir en þúsund ár. St. Kilda, er 14 ferkilometrar að stærð °g er um 80 kilometra vestur af Hebrides- eyjum. Einn lendingarstaður er á eyj- unni og að eins lendandi í sléttum sjó. Eyjarskeggjar voru, að heita mátti ein- angraðir í 9 af 12 mánuðum ársins. Að- al vinna þeirra var fugladráp og fiski- veiðar og auk þess ræktuðu þeir rófur og jarðepli. Vart má vænta þess, að menn setjist þar aftur að. Síldveiðin 1930. 9. ágúst. Saltað Sérverkað í bræðslu tn. tn. hektol. Vestfirðir .. 3.156 )) 124.367 Siglufjörður .. 49.240 25.983 165 879 Eyjafj. og Raufarhöfn . 35 699 12 493 82.965 Austfirðir .. 5.616 1.441 )) Samt. 9. ág. 1930 .... .. 93 711 39.917 373.211 Samt. 10. ág. 1929 .... .. 66 583 7.644 365.952 Samt. 11. ág. 1928 .... .. 45.224 10.003 284.508 Fiski/élag íslands. 16. ágúst. Saltað Sérverkað í bra;ðslu tn. tn. liektol. Vestfirðir .. 3.846 )) 159.498 Siglufjörður .. 65.437 36.563 207.678 Eyjafj. og Raufarhöfn . 45.718 15.054 100965 Austfirðir .. 8.542 1.984 )) Samt. 16. ág. 1930 ... .. 123 543 53 601 468.141 Samt. 17. ág. 1929 .... .. 93.362 11.727 429.116 Samt. 18. ág. 1928 .... .. 68 038 16 245 368 571 Fiski/élag Jslands. 00 CM ágúst. Saltað Sérverkað í bræðslu tn. tn. liektol. Vestfirðir .. 3 846 )) 176.307 Siglufjörður .. 65 731 36.791 223.410 Eyjafj. og Raufarhöfn . 46226 15.401 111.465 Austfirðir .. 9.263 1 659 )) Samt. 23, ág. 1930 .... .. 125.066 53 851 511.182 Samt. 24. ág. 1929 .... .. 107.280 16 308 504.242 Samt. 25. ág. 1928 .... .. 77.273 22 508 419.665 Fiskifélag íslands.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.