Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1930, Side 8

Ægir - 01.10.1930, Side 8
218 ÆGI R bátum, því þó 1 stór vélbátur (um 20 smál.) ný byggður, bættist við, þá íjölgaði bátunum ekki, heldur þvert á móti, því 1 var seldur burtu og einhverjir gengu úr sér. Aftur fjölguðu opnu vélbátarnir um 7—8. Af dekkuðu bátunum eru 7 yfir 12 smál. að stærð. Mjóifjörður: í fyrra gengu þaðan 8 opnir vélbátar og 2 róðrarbátar, en nú í ár 11 opnir vélbátar og 2 róðrarbátar. Afli á þessa báta í ár 658 skpd. (í fyrra 350 skpd.). Seyðisfjörðnr: 18 dekkaðir vélbátar (þar af 1 aðkeyptur, sem kom i júni) og 4 opnir vélbátar og 3 róðrarbátar (í júní) gengu héðan á þorskveiðar á þessu tímabili, og öfluðu 1508 skpd. í fyrra gengu héðan 20 stórir vélbátar, og 6 opnir vélbátar og öfluðu 2153 skpd. Fækkun bátanna liggur í því, að uppi stóðu 3 dekkaoir bátar (þar af 2 yfir 12 smál. og 1 minni) og 2 trillur. í verstöðvunum hér fyrir norðan Seyðisfjörð, byrjaði ekki vertíð fyrr en i .júní, svo yfirlit yfir aflabrögð þar, er ekki hægt að gefa upp í þessari skýrslu. Eins og sést á þessu yfirliti, hefir afl- ast mikið meira yfirleitt hér i fjórðungn- um á þessu ári en í fyrra, enda þótt sumar verstöðvarnar séu lægri, eins og t. d. Seyðisfjörður, og á Breiðdalsvík aflaðist ekkert í vor. Sumar veiðistöðv- arnar eru með svo langt um meiri afla en í fyrra, Sérstaldega er það Horna- fjörður yfir síðari hluta april og tyrri- hluta maí, og svo Fáskrúðsfjörður, Norð- fjörður og Mjóifjörður, sem hafa svo langtum meiri afla en í fyrra. Verð á saltfiski mun hafa verið al- mennt á þessu timabili 30—36 aurar fyrir kilo af stórfiski, og 28—32 aura kilo af smáfiski, um verð á blautfiski var ekki að ræða. Nokkrir togarar frá Reykjavik, lögðu á land hér eystra nokkuð af afla til verk- unar i maímánuði, 3 hér á Seyðisfirði, 1 á Eskifirði og 1 á Fáskrúðsfirði. Sam- tals var sá fiskur um 2150 skpd. Síldveiði var hér óvanalega mikil í vor. Sérstaklega á tímubilinu frá 25. april til 10. maí, veiddist mikið af smásild hér á Seyðisfirði í kastnætur. Annarstað- veiddist ekki smásíld hér á Austurlandi, nema lítilsháttar á Reyðarfirði. Hér á Seyðisfirði veiddust um 11—12 hundruð tunnur. Sildin var af þessari stærð, að 8—10, 10—12 og 12—14 gerðu kg. þunga. Síld þessi öll var seld til beitu, á 30—40 kr. tunnan. Pað er mál manna hér, að þessi síid sé gotin hér í firðinum, sé hér uppalin og haldi sig hér þar til hún er kynþroskuð. Nokkuð er það, að síldveiði þessi hér á vorin er einlægt að aukast, síldin að stækka og árgangarnir að fjölga, sem veiðast. Og athugandi er það, að um leið og sildveiðin eykst hér, á vorin, þá minnk- ar samskonar síldveiði á Eyjafirði á sama tima. Retta væri rannsóknarefni fyrir fiski- fræðinga vora, og væri æskilegt að Fiski- félagið vildi athuga þetta atriði, þvi það er afar þýðingarmikið spursmál fyrir Austfirðingafjórðung, að lifnaðarhættir síldarinnar væru rækilega rannsakaðir hér fyrir Austurlandi, bæði á fjörðum inni og síldargöngur á hafinu. Slíktmundi hafa afar mikla þýðingu fyrir þennan landshluta. Eg held ég hafi tekið flest fram hér, sem máli skiptir um fiskiveiðar hér í fjórðungnum í þetta sinn. Seyðisfirði, 29. sept. 1930. Iierm. Porsteinsson.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.