Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 6

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 6
174 ÆGIR Regar þetta er ritað eru að berast fréttir um fjárhag í Norðurálfu og eru þær í- skyggilegar mjög því sérfræðingar álíta að sterlingspundið hafi fallið um 15°/o en það getur haft afleiðingar fyrir fisk landsmanna, því sala hans er miðuð við sterlingspund. Eigi fiskveiðar hér að halda áfram í framtíðinni, þarf ýmsu að breyta, svo sem lækka dýrtíð, leita ann- ara markaða ogalhuga hvortþær tegundir skipa sem hér eru notuð til veiða, séu eigi of dýrar í rekstri. 22. sept. 1931. S. E. Skýrsla frá danska sendiráðinu í Grikklandi dags. 4. ágúst 1931. 1 tilefni af grein i griska blaðinu »Moni- teur Officiel du Commerce et de l’In- dustrie«, leyfir danska sendiráðið í Grikk- landi, sér að skýra frá eftirfarandi, viðvíkj- andi innflutningi verkaðs saltfisks. Þurkaður þorskur, í Grikklandi nefnd- ur »Bacalao«, er eftirsótt fæðutegund sem allir landsmenn, æðri sem lægri neyta og reyna að vera sér úti um, hvað sem fiskur kostar. Á grískum mörkuðum er árleg sala um 90 þúsund Qvintal og má það heita mik- ið, þar sem innbúar landsins eru að eins 7 miljónir. Það er einkum smófiskur (6— 700 grömm), sem fólk sækist eftir og á- vallt auðið að selja hann. Millifiskur (frá 1 kilo—1200 kg.) selst vel, einkum í kaupstöðum landsins, en stærri fiskur (2 kilo) selst miður. Kaupendur heímta linan, hvitan fisk, gengur þar útlit fyrir bragðinu. Aðalmarkaðsstaðir eru tveir, Piræus, sem hefur viðskipti við fastalandið, þar með talið Makedónia, Þrakia og Patras, sem verzlar að mestu við Peloponesos og eyjarnar. Þar til síðustu mánuði ársins 1930 voru, að heita má, Frakkar og Canada- menn (Labrador) þeir einu, sem sendu fisk á gríska markaði. Skiftu Frakkar að öllu leyti við Piræus-markaðinn en La- brador við Patras. Siðast á árinu 1930 breyttist þetta. í september sendu íslendingar hin fyrstu tilboð sín og Rússar (Sóvjetstjórn- in) í desember. Hvortveggju buðu fram fisk, sem að gæðum og útliti fullnægði kröfum hinna grísku neytenda. Þetta kom Canadamönnum til að vanda enn meira verkun flsksins og reyna á allan hátt að missa ekki af viðskiftum við gríska mark- aðinn. Við þessa samkeppni biðu Frakk- ar mikið tjón. Við sama stóð í ársbyrjun 1931; reyndu þá Rússar enn frekar að ná markaði með þvi að gera samninga um fisksend- ingar á vissum tímum árs. Síðast i marzmánuði var fiskverð þannig (cif Piræus eða Patras). Franskur lavé 270 frank hver 100 kilo fyrir millifisk og 250 franka hver 100 kg. af smáfiski. Sóvjetfiskur 15 shilling hvert qvintal á 50 kilo, sem samsvarar hér um bil 240 frönkum fyrir hver 100 kilo af lavé. íslenzkur fiskur: 250 frankar hver 100 kilo af pressufiski (»pressato«), sem er sú fisktegund, sem ítalir kaupa almennt og líkar vel í Grikklandi. í marzmánuði kom tilboð frá íslandi um þessa árs fisk fyrir 15 shillings hvert qvintal, sem samsvarar 240 frönkum hver 100 kilo. Labradorfiskur: 16 shilling hvert qvin- tal eða með pari gengi, sama verð og franskur fiskur. Án tillits þessarar samkeppni, er ástæða

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.