Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 19

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 19
ÆGIR 187 skipstjóri afhenda næsta ræðismanni ís- lenzkum skrá þessa. Reynist vandkvæði á að geyma muni þessa á skipinu, skal skipstjóri annaðhvort afhenda ræðis- manni þá eða selja þá með sem heppi- legustum hætti. 30. gr. Deyi skipverji af sjúkdómi, slys- um eða meiðslum og útgerðarmenn áttu að kosta umönnun hans, þá skulu þeir og kosta útförina. Deyi íslenzkur skipverji á þeim tíma, að ríkissjóði bar að greiða kostnaðinn við umönnun hans, ber ríkissjóði einnig að greiða útfararkostnað hans. 31. gr. Verði skipstjóri að skilja veik- an eða slasaðan skivverja eftir erlendis í umsjá ræðismanns, er honum skylt að setja tryggingu fyrir kostnaði þeim við umönnun skipverjans og annað, sem útgerðarmanni er skylt að greiða, sam- kvæmt 28. og 30. gr. Kaup það, er skipverji kann að eiga inni, skal greitt ræðismanni, ogmáskip- verji eigi ráðstafa þvi, án leyfis ræðis- manns, meðan hann er í umsjá hans. Geti skipstjóri eigi fengið aðstoð ís- lenzks ræðismanns og verði því að greiða kostnað við umönnun íslenzks skipverja vegna veikinda, er útgerðarmanni eigi bar að greiða, getur hann krafist þess, að það fé sé endurgreitt sér úr ríkissjóði. Ákvæði næstu málsgr. hér að framan gilda einnig um kostnað vegna erlends skipverja, enda færi skipstjóri sönnur á það með lækisvottorði, að nauðsynlegt hafi verið að flytja skipverjann í land, annaðhvort sjálfs hans vegna eða vegna annara manna á skipinu, og að heilsu- fari hans hafi i engu verið áfátt, er hann réðist á skipið. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytið setur nánari reglur um umönnun, greftr- un og heimsendingu skipverja samkv. lögum þessum. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1931. — Nr. 7. 18. Á Glettinganesvitanum varkveikt 27. þ. m„ og sýnir hann hvítan tvíblossa á 30 sek. bili: 2 + 5 + 2 + 21 = 30 sek. Ljósmagn 20 sm., ljósmál 15 sm. Vitabyggingin er 16 m. hár, grár fer- hyrndur turn með 3l/2 m. háu, gráu ljós- keri. Hæð logans yfir sjó ca. 25 m. Lengd 13° 36Va', breidd 65° 30l/a'. Logtími 1. á- gúst til 15. maí. 19. Eftir að búið var að mæla grunn- leiðina fyrir Vatnsnesið á Húnaflóa hafa þessi merki verið sett upp til bráðabirgða, en endanleg leiðarmerki verða reist næsta sumar. Fyrir sunan bæinn Stapa er efra merk- ið hvít grjótvarða með rauðu þrihyrn- ingstoppmerki, og veit eitt hornið niður. Breidd og lengd vörðunnar er 65°35'051/2" n., 20^55'02^/i" v. Framvörður eru tvær, skammt norðan við Stapabæinn, báðar hvitar grjótvörður með rauðum þrihyrn- ingstoppmerkjum, og veit eitt hornið upp á þeim báðum. Breidd og lengd varðanna er: nr. I 65°35'4572" n., 20° 54' 20V2" v., nr. II 65°35' 53" n, 20° 54' 09" v. Stefna efri vörðunnar mitt á milli hinna réttv. 2041/,0, og er sjávar- dýpið í þessari stefnu hvergi minna en 10 m. um fjöru. Hindisvíkurmerkin eru þessi: Á klett- unum austanmegin í vikinni er efra merkið hvít grjótvarða með rauðu þrí- hyrningstoppmerki, og veit eitt hornið niður. Breidd og lengd vörðunnar er65° 40' 57V2" n., 20°41' 07" v. Frammerkin eru tvö, á sjávarklettunum vestan við Hindisvík, og er merki I hvít grjótvarða með rauðu þríhyrningstoppmerki, og veit eitt hornið upp, en merki II er hvit timburgrind. Breidd og lengd þessara

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.