Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 14

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 14
182 ÆGIR Síldveiði Dana við ísland sumarið 1931. Hinn 29. ágúst lagðist frystiskipið »Th. Stauning« við »Asiatisk Plads« i Kaup- mannahöfn og var þegar byrjað að taka í land síldarfarm þann, sem skipið flutti frá íslandi. Er skipið hið fyrsta, sem kem- ur þaðan. Framkvæmdastjóri Halfdan Hendrik- sen, þingmaður, sem bezt hefur gengið fram, að koma síldveiðaleiðangri Dana af stað, segir, að þau 25 ár, sem hann hafi haft verzlun með höndum á sjávar- afurðum, hafi hann að eins einu sinni séð jafngóðan og fallegan síldarfarm. Síldveiðin hefur farið fram úr öllum vonum, Skipið flutti 20 þús. tunnur af sild, eins og búist var við, en kom fyr heim en vænta mátti og er þar um sparn- að að ræða. Síldarfarmurinn var að mestu seldur og fóru 4000 tunnur til Stockholms og um 2000 tunnur verða seldar í Dan- mörku. Fyrstu daga septembermánaðar er búist við hinum tveim skipum, sem við Islands voru, þeim »Fulton« og»Hans Egede«, sem einnig flytja síld, sem allri er ráðstafað. 55 danskir fiskimenn hafa haft atvinnu við síldveiðina og auk þess skipshafnir á 10 færeyskum skipum, sem fluttu afla sinn til áðurnefndra þriggja skipa. Fær- eyingarnir eru þegar komnir heim. Fiskiveiðahlutafélagið »lsvirki« á Fær- eyjum hefur gert skipin út. Færeysk fiskiskip. Um miðjan sept. komu eftirtöld færeysk fiskiskip frá Græn- landi og höfðu góðanafla: »Svinoy« með 97 þúsund fiska, »Pola« með 103 þús., »Phi-Phi« með 115 þús. og »Skálanes« með 137 þúsund. Veðurathuganir. Hinn 9. september, kom til Reykja- víkur hollenzkt eftirlitsskip, er »Naufilus« heitir. Flutti það tvo ílugmenn úr hollenzka hernum, sem hér eiga að dvelja næsta vetur og rannsaka hita og rakastig uppi í loftinu, þegar flugfært er, í sambandi við veðurathuganir, sem Hollendingar hafa tekið að sér að gera hér og er lið- ur í alþjóðarannsóknum á veðurfari og náltúrufyrirbrigðum, sem þegar er byrj- að og er starfssvið Norður-íshafið. Flug- menn þeir er með »Nautilus« komu heita Vish og van Giesen. Vélbátur sekkur. Einn maður drukknar. Snemma morguns hinn 9. september, kom vélskipið Víkingur inn á víkina í Hnífsdal til þess að sækja smokk fyrir óskar Halldórsson. Var þá fjöldi báta á höfninni, sem sigldu að Víking. Þegar Vík- ingur var að leggjast, sigldí vélbáturinn Ölver frá Bolungarvik á vélbátinn Fræg, einnig frá Bolungarvík. Við áreksturinn lenti Frægur þvert fyrir stefni Víkings og hvolfdi á svipstundu. Skipshöfnin komst strax utan á Fræg, nema formað- urinn, Jón Friðgeir Jónsson, sem haldið er að hafi orðið fastur og fór hann nið- ur með bátnum, sem sökk bráðlega og Jón Friðgeir drukknaði. Viðstaddur trillubátur bjargaði öðrum skipsmönn- um. — Jón sál. var ungur maður um tvítugt og einkar efnilegur. — Vélbátur- inn Ölver var einnig hætt kominn.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.