Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 22

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 22
190 ÆGIR Fjárkreppan. Þegar síðasta síða þessa tbl. Ægis er prentað, er allt í óvissu með gengi íslenzku krónunnar. Heildsöluveizlanir í Reykja- vík opnuðu ekki skrifstofur sínar mánu- dag 28. septbr. Togara hlekkist á. Enskur togari með ísfisksflutning strandar á Þistilfirði. Ægir nær togaranum á flot aftur. Aðfaranótt sunnudags var enski togar- inn »Yolesus« frá Grimsby á leið út Þist- ilfjörð frá Þórshöfn. Var togarinn að leggja af stað til Englands með 80 tonn af ísfiski, sem keyptur hefur verið norð- anlands. Þokusúld var i firðinum. Rakst togar- inn á Grenjanesboða. — Yar hann á fullri ferð, er áreksturinn vildi til. Stýri- maður var á þilfari. Féll hann, er árekst- urinn varð og rifbrotnaði. Lágsjávað var, er togarinn rakst á boð- ann. Var Ægir fenginn til þess að ná honum út, og tókst það á mánudags- morgun 28. sept. Var búist við því, að Ægir myndi fara með togarann til Akureyrar. Mikil síldveiði. Skip h. f. »Kveldúlfs« hættu veiðum um mánaðamót ágúst— sept.; er veiðitími þeirra skemmri en undanfarin ár, en afli þeirra meiri en þekkst hefur hér áður. Þórólfur veiddi um 21 þúsund mál. Skallagrimur um 20 þúsund, Snorrigoði um 18,500. Arinbjörn hersir og Egill Skallagrímsson um 16 þúsund mál hvor. Öll var þessi síld látin í bræðslu á Hest- eyri, nema um 10 þús. mál, sem brædd voru á Flateyri. — Þess eru engin dæmi áður, að skip hafi veitt meir en 14 þús. mál á sumri, og var þá lengri sildveiði- tími en að þessu sinni. í einu máli síldar, er ein og hálf tunna síldar. Rússneskt-íslenzkt verzlunarfélag hefur nýlega verið stofnað í Reykjavík fyrir forgöngu Einars Olgeirssonar. 1 stjórn félagsins eru auk hans, Þórður Eyjólfsson lögfræðingur og Guðbrandur Magnússon forstjóri Áfengisverzlunar rik- isins, búsettir í Reykjavík, og Böðvar Bjarkan lögmaður og Vilhj. Þór konsúll búsettur á Akureyri. Líkneski Leifs heppna. Hingað kom 30. f. m. á e. s. íslandi, Mr. Ligno, full- trúi Bandaríkjastjórnar. Erindi er að sjá um að koma upp fótstalli undir likan Leifs heppna, sem stjórn Bandaríkjanna gaf landinu i fyrra, á 1000 ára afmæli Alþingis. Fótstallurinn er hingað kominn, en líkneskið kemur síðar. Staður fyrir likneskið er nú valinn og 11. september var búið að koma fótstalli fyrir. Staðurinn er rétt hjá Skólavörð- unni og er sagt, að hana eigi að rífa. Munu margir gamlir Reykvíkingar sakna hennar, sem gamals vinar, en um það tjáir ekki að fást. Fyrrum var hún á- gætt sjómerki, en nú eru önnur komin í hennar stað og auk þess er hún orðin svo umkringd stórhýsum, að hennar gætir varla. Bæjarprýði var hún um eittskeið, en henni var aldrei sá sómi sýndur, sem skyldi. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. RíkisprentsmiCjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.