Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 3

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 3
ÆGIR. MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS. 24. árg. Reykjavík. — Sept. 1931. Nr. 9. Fjármálahorfur Norðurálfu. Englandsbanki stöðvar gullinnlausn seðla. Flestöllum kauphöllum lokað. Fellur gengi sterlingspundsins? Fréttastofu blaðamarma hafa borist eftirfarandi skeyti: London 20. sept. Englandsbanki hefur hækkað forvexti um IV2”/0 UPP * 6% frá og með mánu- degi að telja. London 21. sept. Ákveðið hefur verið að hverfa um stundarsakir frá innlausn seðla og í því skyni að leita samþykkis þingsins á frum- varpi um það efni, sem borið verður fram á mánudag (21.). Einnig hefur verið ákveðið að loka kauphöllinni á mánu- dag. Opinber tilkynning segir, að ákvörð- unin um gullinnlausnarskyldunnar sé fram komin vegna þess, að síðan í miðj- um júlí hafi meir en 200 miljónir sterl- ingspunda horfið úr umferð á peninga- markaðinum í London. — Ákvörðun þessi tekur ekki til skuldbindinga stjórn- arinnar eða Englandsbanka, sem greidd- ar verða í erlendri mynt. London 21. sept. Hagfræðingurinn frægi, Sir GeorgePaish hefur í einkaviðtali við United Press lát- ið í Ijós skoðun sína á afleiðingunum af því, að horfið hefur verið frá gullinn- lausn. Telur hann, að afleiðingarnar geti orðið mjög alvarlegar, en hverjar afleið- ingarnar verði, sé fyrst og fremst undir því komið, hver áhrif þetta hefurí Banda- ríkjunum og Frakklandi. Komi eigifram ótti við afleiðingarnar í þessum löndum, eru eigi miklar líkur til að sterlingspund falli mjög í verði. Hins vegar, ef Banda- rikin og Frakkland leggja áherslu á sölu sterlingspunda, vegna þverrandi trausts á Bretlandi, gæti sterlingspundið fallið mjög í verði, en telur þetta þó ótrúlegt, vegna þess að Bretland standi á örugg- um fjárhagslegum grundvelli. Sir JosiahStamp forstj. Englandsbanka hefur sagt í einkaviðtali við United Press, að afleiðingarnar af aðgerðum sljórnar- innar sé að miklu leyti undir því komn- ar, hvert traust aðrar þjóðir beri til Bret- lands framvegis. Bretland, sagði Sir Josiah var neytt tíl þess að hverfa frá gullinn- lausn vegna aðstreymis fólks í bankann, til þess að taka út fé, en aðstreymi þetta varð að stöðva, afþeirri einföldu ástæðu, að meira gull er ekki fyrir hendi.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.