Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 20

Ægir - 01.09.1931, Blaðsíða 20
188 ÆGIR raerkja er : nr. I 65° 40' 227»" n., 20° 43' 42" v., nr. II 65° 40' 31" n., 20“ 43' 1272" v. Stefna efri vörðunnar mitt á milli hinna er réttv. 62°, og er sjávardýpið i þessari stefnu hvergi minna en 10 m. um fjöru nema á svæðinu milli efri Stapavörðu þvert og Illugastaðabæjarins þvert, þar sem dýpið er minnst 8,5 m. Þegar komið er að austan, sé haldið í vestur, um 1 lh sm. fyrir norðan Fá- skrúðssker þangað til komið er í Stapa- merkið. Stefnu þessari er haldið þangað til Hindisvíkurmerkin bera saman, og er haldið eftir þeim þangað til Reykjanes- hyrna er að eins frí af Byrgisvíkurfjalli. Þá er komið út úr skerjaklasanum. 20. Sjómerki nr. 64 a. og 65 a, fram- vörðurnar á Bakkagerði í Borgarfirði eystra hafa verið málaðar hvítar með lóðréttri rauðri rönd. 21. Klukkuduílið á Akureyjarrifi (viti nr. 14), hefur verið tekið upp til við- gerðar. Til bráðabirgða hefur rautt hljóð- laust dufl með stöng og kústi verið sett á rifið. Reykjavík 8. septbr. 1931. Th. Krabbe Takmörkun hvalaveiða. NRP-fregn frá Noregi hermir, að Þjóð- bandalagið hafi fallist á tillögu um al- þjóðasamning á fyrirkomulagi og tak- mörkun hvalaveiða. Braadsland utanrikísmálaráðherra var framsögumaður við umræðurnar. Er ráð- gert að banna veiði sjaldgæfra hvalateg- unda, ungra hvala og kvendýra. Það er í ráði, að hvalaveiðaskrifstofan i Osló, verði heimsmiðstöð fyrir vísindalega og hagfræðilega starfsemi í sambandi við hvalaveiðar. Símskeyti frá Kaupmannahöfn 25. septbr. 1931. Konsúlatið i Genúa símar hinn 25. septbr.: »Samkvæmt tilskipun verður frá og með deginum í dag, lagður 15% verð- tollur á allar innfluttar vörur, nemaþær sem sérstakir samningar eru um. Pessi verðtollur nær einnig til saltfisksins. Síldarafli Norðmanna var alls 18. september 237.379 tunnur og þar af kryddað 25.721 tunna. í fyrra (1930) var afli alls 126.922 tn. og af því kryddað 21.231 tn. Hin mikla veiði Finna og Dana við ísland og svo hversu mikið hefur verið saltað af síld, hefur orðið til þess að lækka verð hennar. í Aalesund hefur síldarverðið veríð 16 aurar hvert kg. og er sunnar dregur hefur það verið mun lægra, en að líkindum hafasiðustu sendingar ekki verið fyrsta flokks vara. Yerð síldarinnar 1930, var 24—27 a. hvert kg., enda er verð hennar í ár hið lægsta, sem verið hefur. Afli sá, sem Aalesundsfiskimenn fengu, er að mestu seldar. Engin veruleg samtök hafa komist á meðal íslenzkra flskimanna um sölu síld- arinnar, og er svo sagt og mun rétt vera að það er þýðingarlaust að gera samtök þegar veiðar eru hættar og hver einstak- ur reynir að selja sína sild eins háu verði og auðið er og grípur hvert tæki- færi sem gefst, til að koma henni út. Eigi að halda verðinu uppi, verða fiski- menn að mynda samtök, áður farið er að veiða sildina. Hinn 5. septbr. var búið að flytja út frá Noregi 74.453 tn. af Íslandssíld og er það meiri útflutningur en var í fyrra.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.