Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 3

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 3
ÆGIR MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS Rej'kjavík. Maí 1933. Nr. 5. „Skúli fógeti“ strandar við Qrindavík. Þrettán menn drukkna. 24 skipverjum bjargað í land á línu. Aðfaranólt manudags 10. apríl, laust eftir miðnælti strandaði togarinn Skúli fðgeti skammt vestan við Staðarhverfi í Grindavík. Veður var dimmt af hrið og suðaustan strekkingur. Það var á heimleið frá Selvogsbanka. Skipið fylltist brátt af sjó, seig niður að aftanverðu út af skerinu um 20 mín- útum eflir að það strandaði. Þá voru 23 menn af skipshöfninni á hvalbaknum, 12 á stjórnpalli en tveir höfðu klifrað upp i aftari reiðann. Skömmu eftir að togarinn seig niður, tóru ólög yfir stjórnpallinn, svoþeirsem voru í reiðanum sáu, að slýrishúsið fór við og við alveg í kaf. krír skipverjar komust af stjórnpallin- Uqi fram á hvalbakinn. En sjór skolaði hinum brátt út. Slysavarnadeild Grindavíkur kom á strandstaðinn í dögun, eftir nokkra leit að skipinu. t*á voru 22 menn á hvalbaknum, en tveir i reiðanum. Hafið úr flæðarmáli þá 100 faðmar. Með lfnubyssu tókst brátt að koma tauS ht á hvalbakinn. Og björgun tókst greiðlega úr þvi. Þessir drukknuðu : Þorsleinn Porsteinsson skipstjóri, til heimilis á Laufásveg 34, 31 árs. Varekkju- maður. Lætur eftir sig 3 börn. Jakob Bjarnason 1. vélstjóri, fæddur 1888, Skólavörðustig 23. Kvænlur. 5 börn. Elsta barnið Gunnur, drukknaði þarna með föður sínum. Hann var tvítugur. Ingvar Guðmundsson 2 vélstj., Grett- isgötu 45. Fæddur 1902. ókvæntur. Son- ur Guðmundar Guðmundssonar renni- smiðs. Sigurður Sigurðsson bræðslumaður, Suðurpól 13. Fæddur 1877. Kvæntur. Eitt barn í ómegð. Eðvarð Helgason háseti, sonur Helga Sigurðssonar, Arnargötu 10. Fæddur 1912. ókvæntur. Sigþór Júl. Jóhannsson háseti, Veslur- vallagötu 5. Fæddur 1901. Lætur eítir sig konu og 5 börn. Sigurður Engilbert Magnússon háseti, sonur Magnúsar Þórðarsonar, Framnes- veg 1 C. ókvæntur. 20 ára. Ásgeir Pétursson háseti, sonur Péturs Marteinssonar, Lindargötu 12 A. Fædd- ur 1906. ókvæntur. Eðvarð Jónsson (frá Lambhól) mat- sveinn, Bræðraborgarstfg 55. 30 ára. Læt- ur eftir sig konu og 2 börn. Guðm. Stefánsson 2. matsveinn, Berg- þórugötu 6. F'æddur 1915. — Móðirhans

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.