Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Síða 25

Ægir - 01.05.1933, Síða 25
ÆGIR 143 ósannindamaður að þvi, sem satt er hermt. Þess vegna hef ég gert þessa stuttu alhuga- semd. En hitt er í augum uppi, að mörgu er ósvarað i grein stýrimannsins og verður það frá minni hendi, þó auðvelt sé. Við Ól. ól. höfum sjálfsagt báðir það mikla samúð með kjörum sjómanna hér vestra, að við ættum ekki að deíla út af slíku máli, sem þessu það væri nær að takast í hendur ef það gæti orðið málefninu að liði. En ég er á þvi og kvika ekki frá, að togararnir hafa gert okkur stórtjón, og ekki minnst i ár. En ætli megi ekki heimfæra upp á togarana gagnvart strandvarnarmálunum vestfirzku það, sem Bjarni skáld Thorar- ensen kveður: »Magnlitinn sá ég margan heigul vega, hvar hann vissi vörn fyrir litla«. Jens Hermannsson. Pelia mál er útrætt í »Ægi«. Ritstj. Deilan um ]an Mayen. Fyrir nokkrum árum helgaði norska stjórnin sér eyna Jan Mayen, sem b’ggur i Norðurhafi norðaustur af Langa- nesi. En þegar þetta var gert hafði norskur maður, Birgír Jakobsen að nafni numið þar land á eyðinu milli jökuls- ins Bjarnarfjalls og hins höfðans. Hafði hann ræktað þar nokkurt land og afgirt. Er norska stjórnin sló eign sinni á land- fór Birgir Jakobsen í mál við hana út af þvi. Mun hann hafa haldið því bam, að einslakir menn mættu eins vel nema lönd og þjóðir, og að þjóðirhefðu ekki rétt til að ganga á rétt einstaklinga og áskilja sér lönd, sem þeir hefði num- ið áður. Nú er dórnur í málinu nýlega fallinn i hæstarétti í Osló, og varð hann á þá leið: »að norska stjórnin hefði engan rétt til eignarumráða á landsvæði þvi, sem Birgir Jakobsen helgaði sér«. Voru svo Birgir Jakobsen dæmdar 2000 krónur í málskostnað. — Að líkindum hefðu íslendingar getað helgað sér eyna, hefðu þeir brugðið við og dregið upp fána, þegar þeir fóru þang- að á mótorbátnum »Snorra« frá Siglu- firði 24. júlí 1918 og dvöldu á eynni 4 daga, en nú mun of seint að hugsa um það. Fjórir menn drukkna. Þann 28. apríl s. 1., fórst véibáturinn Friðþjófur frækni á Norðfirði. Fór báturinn snemma að morgni til að vilja um síldarnet, en um hádegi, er mönnum í landi var farið að lengja eftir honum, var bátur sendur að svipast eftir honum, fannst hann

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.