Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 8

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 8
126 ÆGIR virði þessi markaður vœri okkur, og því ekkert gert til þess að vernda ís- lenzku framleiðsluna í þessari sam- keppni, þar sem öll sú síld sem á þann markað fór — eins og á aðra þá staði, þar sem isl. síld var seld — var seld sem »Islandssíld«, og þvi skoðuð sem ísl. framleiðsla. Að vísu var hér síldarmat um mörg ár, og var því ætlað að bæta vörugæðin að því er verkunina snerti, en það fór i handaskolum að mestu leyti og sam- vinna og samræmi var aldrei í lagi á milli yfirmatsmannanna og fór því síld- armati»ð jafnan i mestu handaskolum og og veitti okkur aldrei þá aðstöðu á neyzlumörkuðunum, sem gæti dregið úr eða úlilokað sölu þeirra þjóða, sem seldu þangað samskonar vöru ómetna. Á seinni árum hefur töluvert verið selt til Þýzkalands afléttverkaðri (matjes) síld frá Islandi, er sú verkunaraðferð stæling á skozkri síldarverkun, og er þessi síld þannig verkuð seld að nokkru leyti i semkeppni við skozka sild. Tilraunir þessar hafa yfirleitt gefist vel, þrátt lyrir það, að vöruvöndun og verk- un á íslenzku sildinni hafi að mörgu verið mjög áfált, enda hafa framleiðend- ur og verkafólk orðið að fikra sig áfram með þessar tilraunir, í stað þess að fá nokkra æfða sildverkunarmenn frá Skot- landi til þess að kenna íslendingum verk- un þessa strax í byrjun, en líkindi eru til að úr þvt verði bættnú á þessu sumri. Aðalgallinn á íslenzku síldinni, er hvað fitan er laus í henni, og erhúnþvímjög viðkvæm og krefst góðrar meðferðar, bæði áður en hún kemst í salt og eins meðan hún er í tunnunum, að minnsta kosti fyrstu dagana, einkum á þetta þó við um þá sild, sem léttverkuð er fyrir Þýzkaland, enda er síldin geymd þar í kælihúsum, eftir að þangað kemur. Þar sem því síldveiðin og verkunin fer hér fram á heitasta tíma ársins, er það nauðsynlegt ef að vanda á fram- leiðsluna, að salta síldina undir þaki eða þar sem sól ekki getur á hana skinið, bæði meðan verið er að salta hana og meðan að tunnurnar standa opnar. Ennfremur er nauðsynlegt að halda síldinni kaldri, eða verja hana fyrir hita meðan hún liggur hér, einkum þó lélt- verkuða síldina, en þó kemur það oft fyrir með fullsaltaða síld, að hún sól- soðnar 1 tunnum, eða að minnsta kosti að hún hitni svo að meira eða minna renni úr henni af fitunni og lapar hún auðvitað við það i gæðum. Bezt væri auðvitað að geyma sildina í kælihúsum, en það væri líklega of kostn- aðarsamt, og væri þvi vert að gera til- raunir með hvort ekki væri hægt að halda sildinni kaldri á annan einfaldari hátt. Nú hefur húsameistari Sveinbjörn Jóns- son á Akureyri gert iilraun með að geyma síldina í þróm, með sjó eða vatni og virðast þær tilraunir líklegar til þess að koma að notum. Geymsluaðferð þessi hefur að minnsta kosti það til síns á- gætis, að hún er mjög ódýr. Eftir útreikn- ingi Sveinbjarnar, gerir hann ráð fyrir að stofnkostnaðurinn verði sem svarar 75 aurar á tunnu, þar með talið dæla og leiðslur að og frá þrónni. Sé það jafn- framt athugað, að með slikri geymslu sparast að mestu leyti sú vinna, sem fer í að pækla síldina, eftir að búið er að ganga frá tunnunni í fyrsta sinni, sé um nokkurnveginn góðar tunnur að ræða, þá má heita að útbúnaður þessi borgi sig á einu ári. Til frekari skýringar leyfi ég mér að birta hér kafla úr bréfi frá Sveinbirni um þetta atriði. Segist honum svo frá: »Eins og ég hefi áður skýrt yður frá,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.