Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Síða 14

Ægir - 01.05.1933, Síða 14
132 ÆGIR 2300 i ýmsum smáflokkum, sumir með, en aðrir móti stjórninni. Af þeim eru 26 kommúnistar, en 36 konungssinnar, ekki eru þeir þó óskiptir, þvi 8 þeirra eru karlistar og halda tryggð við grein konungsætlarinnar, sem nú er aldauð fyrir nokkrum árum. Segja sum blöðin að kosningar þessar séu sigur fyrir hið unga lýðveldi, en ó- sigur fyrir stjórnina. Önnur bera þó á móti því að svo sé, þvi stuðningsmenn stjórnarinnar séu aðallega borgarbúar, sem ekki haíi greitt atkvæði nú, og viti menn þvl ekkert um fylgi þeirra. Hins vegar sé það stór sigur fyrir stjórnina, að Alfons de Bourbon, fyrverandi kon- ungur, hati tapað svo fylgi meðal kon- unghollasta hluta þjóðarinnar, sem þess- ar kosningar sýna. Heimta andstæðingar stjórnarinnar þingrof, og hóta að gera þingið óstarfs- hæft, með þvi að fleyga hvert mál með ótal breytingartillögum, ef stjórnin rýfur ekki þing og lætur fara fram nýjar kosn- ingar. Vafasamt er þó hvort úrþvíverð- ur, því kjörtímabil þingsins er úti á kom- anda vori, en andófsflokkarnir ólíklegir til samvinnu. Lerroux lýsti því yfir, fyr- ir nokkrum árum, að heitasta áhugamál hans væri að hengja presta og peninga- menn, en þó hann muni hafa fengið önn- ur áhugamál nú, því að hann er talinn mjög íhaldssamur; mundu margir flokks- menn hans una illa að hann gerði stjórnarbandalag við íhaldsmenn og ka- þólska, en án þeirra mundi hann ekki geta myndað stjórn, eins og nú standa sakir. Nokkur órói hefur verið meðal verka- manna og smáskærur hingað og þangað en ekki er slíkt talið neitt alvarlegt. Pe- setinn er alltaf stigandi og er það talið votta að stjórnarfarið sé í lagi. í april- byrjun í fyrra var enskt pund 50.50 pes. virði, en dollar 13.27 pes. í árslok var pund 41 pes. en dollar 12.30, en nú er pundið 40.40 og dollar 10.75 pes. Gull- uppbótin á tollana hefur lækkað á þessu sama tímabili úr 155.24% í 136.84%, en er nú 127.67%. Hefur tollurinn því lækk- að um 1.20 pes. á fiskpakkann, síðan um áramót, en 3.53 pes. síðan í apríl í fyrra. Virðingarfyllst Helgi P. Briem. Hvaða hiti er ýsunni hentastur. í »Canadian Fisherman« (april 1933), er merk grein um rannsóknir, sem gerð- ar voru á ýsuafla og botnhita sjávar á miðunum. Sumarið 1932 var mikið af 25—43 cm. langri ýsu við austurmynnið á höfninn í Halifax, en á ströndinni þar rétt hjá, er sjórannsóknastöð, en þaðan var fylgst með aflamagninu og botnhita sjávar. Ysan var veidd á handfæri, og veiðar stundaðar frá því um miðjan júlí þangað til um miðjan september. Enda þótt hrægrunnt væri á veiðistöðvunum, var þó oft mikill munur á yfirborðshita og botnhita. Botnhitinn var einnig mjög breytilegur, þetta frá 7,8—14 ° Cel. 27. júlí var botnhitinn einna lægstur, aðeins 8 stig, en þá náði aflinn hámarki, því svo taldist til, að 15 ýsur fengjust að með- altali á klukkustnd á hvert færi. 2. ágúst var hitinn orðinn rösk 11 stig, en þá var aflinn kominn niður í tæpa fimm fiska að meðaltali, miðað við sömu fyrirhöfn. 10. ágúst hafði hitinn lækkað á ný, og aflinn aukist, en upp frá því fór botn- hitinn smávaxandi, þangað til hann var orðinn 15,6 stig um miðjan september, en að sama skapi fækkaði ýsunni, og

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.