Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 18
136 ÆGIR um, erfiði og vosbúð; mat var eigi auð- ið að elda svo dögum skipti, vegna stór- sjóa, sem riðu stöðugt yfir skipin, svo þilför voru full af sjó skjólborða á milli. Eins og mörgum mun kunnugt, eru hin stóru seglskip að líða undir lok og ferð- ir íram lijá Cap Horn eru að mestu hættar, en þó ekki til fulls. Vilji það til sem sjaldan ber við, að eimskip þurfi að fara leiðina t. d. frá Buenos Aires til Talcahuana (skammt fyrir sunnan Vala- paraiso), þá fara 9 skip af hverjum 10 um Magellan sundið, eða þá milli Tierra del Fuego og hinnar litlu eyjar, á suð- urodda hverrar Horn (Cap Horn) er. Sú leið er þó að eins farin, þegar stormar eða dimmviðri leyfa ekki siglingar um Magellan sundið. f*au fáu segskip, sem enn eru í för- um og þurfa að fara ferðirnar, Atlants- haf til Kyrrahafs eða mótsett, reyna nú að forðast leiðina, fyrir sunnan Cap Horn, eins og unnt er — og það er orðið al- mennt, að guanoseglskipin, sem fara frá vesturströnd Ameríku til Ástralíu fyrir Góðravonahöfða eða til Norðurálfunnar, leggja leið sina um Panama skurðinn og árið 1930 reyndi hið fjórsiglda barkskip »C. B. Pedersen« þá leiðina, á ferð sinni frá Áslralíu til Englands. Nitrat- barkskipin. Það eru þó enn nokkur stór barkskip sem stöðugt fara, að eins á seglum, leið- ina fyrir sunnan Cap Horn. Þetla eru stór og fögur skip, hraðskreið og ódýr í rekstri. Meðal þeirra eru skipin »Padua«, »Passat«, »Parma«, »Priswall«, »Pamir«, og »Peking«, öll eign Laeiz-félagsins. Pau sækja saltpélur til þýzku námanna i Chili og flytja hann til verksmiðjanna við Elbefljótið. Hásetar þessara skipa eru að miklu leyti unglingspiltar, sem eru að undirbúa sig til stýrimannaprófa, eru þau einskonar skólaskip. Eitt skip félagsins »Pinnas«, strandaði 1929. Þessi hértöldu skip og skip Finna og Svía, eru að heita má þær einu leifar af langferðaskipum þeim, sem i þúsundatali ferðuðust áður, um öll höf jarðarinnar. Langferðaseglskip Ameríku, sem enn halda uppi ferðum, eru fjórsiglda skipið »Monongahela« og »Tusitala« (freigáta); fer það síðarnefnda ott um Panama- skurðinn á ferðum sínum. Áður fyr voru ullarfarmar frá Ástra- líu sendir með seglskipum, en það sem af er þessari öld, hefur aðeins eitt skip flutt ullarfarm; það var skipið »Beatrice«, 1930. Kornflatningur jrá Áslralíu. Finnar eiga nú flest langferðaskip, þótt mönnum sé það lítt kunnugt. Þau eru mörg orðin gömul, leifar af brezka fiot- anum og aðkeypt skip frá Þýzkalandi. Skipstjóri Gustav Eriksson í Marie- hamn á Aland á þrettán langferðaskip- Hin fjórsigldu skip hans eru þessi: »Herzogin Cecilie«, »Arcibald Russel«» »Hougomont«, »Pommern«, »Ponapa«, »Víking« (danska skólaskipið), »01ive- bank«, »Lawhill« og »Melbourne« Frei- gáta (rár á öllum siglum), Grace Harwar« og þrísigldu barkskipin »KilIoran«, »Pen- ang« og »Winterhude«. 90 af hundraði af flutningum með seglskipum til Ástralíu og frá, annast skipastóll Gustav Eriksons. Svíar eiga skólaskipið »C B. Pedersen« og »Beatrice« og Finnar hið litla skóla- skip »Favell«, sem öll eru langferðaskip* »Köbenhavn«, skólaskip Dana hvarfum jólaleytið 1929 og »Garlpool«, síðasta langferðaskip Breta strandaði 1930. Hei með má heita upptalinn sá verzlunar- floti, sem á seglum einum, annast nu vöruflutninga frá fjarlægum löndum og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.