Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 13
ÆGIR
131
Eru ekki sjáanlegar miklar breytingar
á innflutningnum þessi tvö ár, nema
eðlilegar smásveiflur. Og þó innflulning-
urinn hafi fallið, hafa hlutföllin ekki
breyzt nema óverulega íslandi í óhag.
Siðan um áramótin hafa þó bæði Pitta-
luga & Crocco og Enrique Gismondi &
Co. hvalt Newfoundlandmenn til að vanda
betur verkunina á fiski sínum, og taka
sér íslendinga til fyrirmyndar. Segir Gis-
niondi í bréfi til »The veeldy Herald«,
að sér virðist sem egta labrinn sé nú að
fara sömu leiðina í Grikklandi, sem hann
fór í Ítalíu fyrir tuttugu árum. Hafi hann
samt lceypt 1500 lestir af fiski frá Labra-
dor, því hann hafi viljað reyna að fá
fisk annarsstaðar að, vegna þeirrar slæmu
aðstöðu, sem ítalskir innflytjendur hafi
lent í er íslendingar stofnuðu samband
sitt. Þrátt fyrir það að þessi fiskur sé
boðinn fram fyrir 35#/o lægra verð en
islenzkur fiskur, hefur salan gengið svo
stirt að varla er hægt að telja að 100
vættir seljist af honum, fyrir hverjar 1000
vættir, sem seljast af íslenzkum fiski.
Þar sem nú megi telja víst að Fisksölu-
sambandið muni einnig starfa þetta ár,
hefur egta labrinn hina beztu möguleika
til að leggja undir sig ítalska markaðinn.
Kn þá þarf að gæta þess:
1. að slátra fiskinum nýveiddum,
2. að þvo fiskinn vel áður en hann er
saltaður,
3. að nota meira salt en venja er til í
Labrador (þarf eitt pund af salti
fyrir hver tvö pund af fiski).
4. að þvo fiskinn vandlega,
5. að gleyma ekki að Ítalía vill ein-
göngu 8A ílattan fisk.
Segir hann enga ástæðu vera til þess,
að egta labrinn seljist ekki fyrir jafn hátt
verð og sá islenzki, ef þessum ráðum
hans sé fylgt.
Hvort meira verður úr þessum hvatn-
ingum, en orðin tóm, er vafamál, en þó
er svo að sjá, sem stjórnin vilji gera
eitthvað og hafa verið sendir tveir menn
til Miðjarðarhafslandanna, til að kynna
sér óskir neytendanna. Einnig hefur sendi-
herra Newfoundlands í London, eða um-
boðsmaður, eins og hann er kallaður,
verið á ferð í Portúgal. Var sagt í blöð-
unum þar, að hann væri að kynna sér
markaðinn og undirbúa að senda verzl-
unarfulltrúa þangað. Sá ég þó í blöðum
að vestan, að hann sé um það bil að
segja af sér embætti, til að ganga i þjón-
ustu félags fiskúlflytjenda til að skipu-
leggja það.
Pað markverðasta, sem skeð hefur í
opinberu lifi hér syðra, eru kosningar
þær í hreppsnefndir, sem fóru fram á
sunnudaginn var, í nærri því 2500 hrepp-
um. Voru hreppsnefndirnar (ayuntami-
entos) áður taldar tryggasta vörn kon-
ungdómsins, og var þvi búist við að þær
mundu mótfallnar lýðveldinu og núver-
andi stjórn, sem er sambræðslustjórn
lýðveldismanna og jafnaðarmanna. Eru
nú komnar upplýsÍDgar um nærri 13
þúsund nefndarmenn og er stærsti flokk-
urinn, bændaflokkurinn, sem fengið hef-
ur 2625 sæli. Spennir hann yfir alólíkar
stjórnmálaskoðanir, en búist er við, að
það skipti miklu um afstöðn hans, hvort
hann verður með eða móti núverandi
stjórn, hvernig henni tekst við skiptingu
stórlendna aðalsmannanna, milli bænd-
anna. Afstjórnarflokkunum þremur, fengu
jafnaðarmenn 1557, róttækir jafnaðar-
menn 1276, en Accion Republicana, sem
er flokkur forsætisráðherra, 1012 sæti.
Af andstæðingaflokkum núverandi
sfjórnar, fékk róttæki flokkurinn, sem
don Alejandre Lerroux stjórnar, 1940
sæti, en íhaldssamir lýðveldissinnar 1115
sæti. Af þeim, sem eftir eru ótaldir, eru
1049 yfirlýstir flokksleysingjar, en hinir