Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 5

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 5
ÆGIR 123 fjársöfnun og fá leiðbeiningar um, hvers konar skip væri bezt tilfallið til hins^á- kveðna starfs. Þá stóð svo á, að erindreki Fiskifélagsins, Forsteinn Júl. Sveinsson, hafði að fyrirmælum félagsstjórnarinnar haflð fjársöfnun og fengið loforð 72 manna um fjárframlög til björgunarskipskaupa fyrir Faxaflóa. Var það þá áhugamál allra hér sunnanlands, margrælt á fundum og skorað á stjórn Fiskifélagsins að hefjast handa, sem þegar hafði verið gert. Sig- urður Sigursson talaði þannig fyrir máli Vestmannaeyjabúa og útskýrði hina brýnu þörf þeirra, að stjórn félagsins, eigi að eins lét hælta fjársöfnun hér, heldur einnig afhenti honum lista yflrþá menn, sem hér höfðu lofað fjárframlögum og er óvíst, hvort öðrum en Sigurði hefði tekist að breyta þeirri stefnu, sem björg- unaamálið hafði tekið hér sunnanlands. Hann leitaði síðan ráða um hentugtskip og var Emil Nielsen framkvæmdastjóri ráðamaður hans hér o. fl. Lýsing á fyr- h huguðu mótorskipi var send til útlanda og teikning kom þaðan ; en hraði skips- ins, samkvæmt hinu senda »plani«, var að eins ákveðinn 8 sjómllux' á klukkustund, en þess getið um leið}'aó ætli að auka hann um 2—3 sjómílur, þá yrði mót- orinn það stór og tæki svo mikið af far- rúmi, að áætlun um tilhögun í því, breytt- ist mjög. Hér var úr vöndu að ráða, en það var yfirbugað, og má telja víst, að þar hafi Sigurður eigi legið á liðí sinu. Um áhuga hans síðar munu Vestmann- eyingar bezt gela dæmt, og gjöf sú er hann afhenti Fiskifélaginu 1932, af ýmsum mun- umog endurminningum um björgunarstarf i Eyjum, sem honum, sérstaklega, hafa verið færðar.ber þess beztan vott, að starf hans hefur verið virt að maklegleikum. Ritið er merkilegt að efni til, piýði- lega frá þvi gengið og ágætar myndir fyigja. i*/» 1933. Sjómannamá!. Árið 1925 kom út handbók fyrir ísl. sjómenn,. sem undirritaður tók saman. Þegar hún kom á markaðinn var ekki laust við, að sumum þætti málfæiiðmið- ur golt og var minnst á það í blöðun- um, sem vera bar. Þó er það hátíð móls við það, sem fyrst var notað héráskút- um og geta menn gert samanburð á þvi, lesi þeir eftirfarandi, sem tekið er úr gömlu blaði. í Hafnarfirði var t. d. á árunum 1800—1870 miklu dönskuborn- ara skútumál, en það varð síðar við Faxaflóa — almennt. Súnishorn nl iciklamáli á Breiðafiröi um 1850. Bóndi nokkur kemur aðvífandi og mætir jaktaformanni, heilsar honum og spyr, hvernig honum hafi gengið um sumarið. Formaður svarar: »Ég hef haft sver- on brekk oft og títt í sumar og núna fyrir ombil vikutið, hefði allur vanturinn gengið forlís, ef hankelið á mantelinu hefði skammfílast og krummelsið á stammanum á rórinu, var ombil knekk- að í húllinu, ef ég hefði ekki gefið því misvísningu, upp á tlmann, og þá kvað ég þessa vísu og skrifaði hana upp hjá mér undir eins og ég var kominn ofan i káhittið. »Enkelblok í hankelhring hefur dummor flamma. Knúst o« brekkuö bekleðning á borðels krumma stamma«. Bóndinn varð forviða og kvaðst aldrei hafa ímyndað sér, að svona mikinnlær- dóm þyrfti lil þess að vera á jöktum. Hvað »dummor flamma« þýðir, munu fáir vita nú, annað má rekja til upp- runa dönsku orðanna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.