Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 6
124
ÆGIR
Hér sunnanlands var sjómannamál
mjög dönskuborið fram eftir öllu, sem
ekki var að furða, því flestir, sem for-
menn urðu á skútum, höfðu byrjað sjó-
mennsku á dönskum skipum hér við
land og voru þar ráðnir fiskimenn, urðu
þó að hjálpa hinum útlendu mönnum
við segl og annað á þilfari, lærðu hin
úllendu heiti á hinum ýmsu hlutum og
íslenzkuðu þau síðar meir, og urðu þaú
ljót, en löguðust þó og urðu öllum skilj-
anleg og dugðu til að koma skipunum
hvert sem fara átti og annað var ekki til.
Lengra hafa Islendingar ekki komist
hér heima, en að fara með toppsegls-
skonnortur, svo enginn veit, hver orð þeir
hefðu viðhaft á stórum barkskipum eða
freigátum, með 30—40 seglum og öllum
þeim rám, blokkum og köðlum, sem
fylgja þeim tegundum skipa, svo enginn
getur hæðst að íslenzkunni á því öllu.
Sumir hafa gert gys að sjómanna-máli
okkar, en það hefur þó dugað til þess
að skipin gætu gengið og flutt auðæfin á
land, en með seglskipunum hverfur það
smám saman úr málinu, sem mestu
hneyksli hefur valdið.
Hvort nokkuð kemur í staðinn ef á
þyrfti að halda, ef t. d. þær framfar-
ir yrðu, að við slýrimannapróf hér væri
tekin upp sama regla og víðast hvarhjá
þeim, er siglingaþjóðir vilja heita, að
prófa nemendur í tilhögun allri á skipi,
og hvernig þeir vilji haga fyrirskipun-
um sinum í ýmsum þeim tilfellum, sem
fyrir geta komið, en þau svör og þær
spurningar geta að eins farið fratn á því
máli, sem sjómannastélt hverslands not-
ar og próf er ekki fullkomið, nema í
þessu sé reynt.
Á togurunum hér eru flest heiti á ís-
lenzku eða í það minnsta það, sem skirt
verður og eiga skipsmenn heiður fyrir
það, því frá þeim er það flest komið.
Ýmislegt mun þó vera, sem ómögulegt
er að þýða eða skíra svo, að skipsmenn
vilji nota það, en undir þeim er það
komið, hvort ný orð á skipi, hlutum á
skipsfjöl eða reiða, nái festu i málinu
eða séu þegar drepin, með því að nota
þau ekki.
Eg hef unnið á fimm þjóða skipum
og aldrei orðið þess var, að sjómanna-
mál þeirra þjóða væri gagnrýnt, heldur
þvert á móti hefur mér fundist hver
þjóð, virða þá grein tungunnar, sem
nefnt er sjómannamál, sem er hið eina,
sem tryggingarfélög og aðrir aðiljar taka
gilt og er í sinni röð eins og verksmiðju-
mál, lyfsalamál, brauðgerðamálið o. fl.
og auk þess er eigi auðið að nota aðra
grein tungunnar við þann hluta stýri-
mannaprófa, sem á ensku er nefnt practi-
cal seamanship, sem oftast er munnlegt
próf.
Á skipasmíðastöðvum hafa íslenzk orð
mjög rutt sér rúm og koma af sjálfusér
smátt og smátt; eru það smiðirnir sem
velja heitin þar, halda þeim, sem not-
hæf eru og eiga ekkert við þau, sem
þeim ekki líkar. Það eru ýms heiti á
gufuskipum, sem ekki eru notuð á segl-
skipum og mótsett: í skrá yfir íslenzk
skip 1933 eru þessi seglskip talin : »Aage«
34 ára, »Hríseyjan« 48 ára, »Sulitjelma«
47 ára, og »Tjalfe« 59 ára, Af þeim hafa
3 hin siðartöldu, staðið á Iandi undan-
farin ár, en hvort »Aage« verður síðasta
seglskipið, sem gengur er ekki fullyrt
hér, en að útgönguversinu er komið,
það er sýnilegt. Þá gleymist smámsaman
sá hluti sjómanna-málsins, sem átti við
seglskipin og notað var til að koma þeim
og þvi, sem í þeim var, heilu og höldnu
yfir hafið og heppnaðist vel.
Eftir eru heiti á hlutunum á islenzk-
um gufuskipum, mótorbátum og togur-
um og væri æskilegt, að þau fengju ekki