Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 15

Ægir - 01.05.1933, Blaðsíða 15
ÆGIR 133 eftir að kom fram í september fekkst engin ýsa. (Sjá tölurnar). Yfirlit yfir botnhita sjávar ogaflamagn af ýsu við Halifax júlí—sept. 1932: Timi °C 17. júlí 10 20. júlí 9 27. júlí 8 2. ágúst 11 10. ágúst 9 15. ágúst 11 16. ágúst 11 23. ágúst 12 1. sept. 11.6 14. sept, 16.6 Fjöldi fiska á mann (færi) á kl.stund 14 9-10 15 4—5 13 4 1—2 0-1 0-1 0 Af útkomu rannsókna þessara verður dregin sú ályktun, að ýsan uni bezt við 7—10 stiga hita, ef hún kann þá ekki enn þá betur við kaldari sjó, og vert er að 'geta þess, að svipaðar rannsóknír ann- arsstaðar hafa leitt nokkuð svipað í Ijós. Þetta gildir nú um smáýsu við Nova Scotia, en bvað er hægt að segja um ýs- una við lsland? Hver er kjörhiti henn- ar? Því verður ekki svarað nema með rannsóknum, og gögnum til þeirra verða fiskimenn sjálfir að safna. Rannsóknirn- ar, eða sá hluti þeirra, sem hægt er að gera á skipunum, eru í þessu fólgnar: a) Hitinn við botn er mældur með djúp- hitamæli. Djúphitamæla get ég útvegað, þeir kosta 100 — 110 kr. hingað komnir. b) Talið er hve margar ýsur veiðast á staðnum, þar sem botnhitinn var mæld- ur, en um leið gefið upp hve lengi var logað á staðnum með dragnót eða botn- vörpu, hve löng lóð var dregin, o. s. frv. eftir því, um hvaða veiðarfæri var að rseða, Sé safnað verulega miklu af slíkum skýrslum, og rétt unnið úr þeim, mun euginn galdur að benda á, við hvaða hitastig líklegast sé mest um ýsu. Það er þar reynzlan sjálf, sem talar, enda þótt henni hafi verið safnað á skömmum tima. Getur þá útgerðin, sem varði fé til þess að kaupa mæla í skip sín, farið að hafa full not af þeim, með því að láta skipin fyrst leita að hentasta hitan- um, í von um að finna þar mestan afla, í stað þess að renna blint í sjóinn. En þegar þvi stigi er náð, sparar hitamæl- irinn bæði tíma og fé, jafnvel þótt ekki sé einungis um ýsuveiðar að ræða. Arrii Friðriksson. Hugleiðingar um slysfarir. Eftir að hafa hlustað í útvarpi á ræð- ur þær er fluttar voru á 5 ára afmæli Slysavarnafél. íslands, datt mér í hug, að ekki væri úr vegi að senda »Ægi« nokkrar línur, þar sem ég tel mig sjó- mann og þeir sem töluðu skoruðu á sjómenn og aðra að verða slysavörnun- um að liði á einn eða annan hátt. Vera má, að það verði nú lítið lið í því fyrir slysavarnir, þó ég fari að setja á prent einhverjar hugleiðingar um sjó- mennsku eða þvilíkt, en máske gæti það orðið til þess að fleiri af sjómönnum, og mér reyndari, létu eitthvað frá sér heyra í þessa átt, þá er tilganginum að nokkru leyti náð. Það er talið að islenzkir sjómenn séu öðrum fremur duglegir. Eg býst við að það sé að einhverju leyti rétt, en í hverju er svo þessi dugnaður fólginn? Jú, þeir eru miklir sjósóknarar, þ. e. sækja djarft í misjöfnum veðrum, og svo fiska þeir mikið, en er ekki áslæða til að benda á að bæði við sjósókn og annað er kapp bezt með forsjá. í hverl einasta skipti sem fréltist um

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.