Ægir - 01.05.1933, Qupperneq 19
ÆGIR
137
til; eiga mörg þeirra enn leið fyrir hið
illræmda Cap Horn og verða að þola
hnjask það og hættur, sem sigling
á þeim slóðum, hefur í för með sér.
Kappsiglingar eiga sér
enn stað, þótt ekki séu
þær neitt í líkingu við
þær, er áður voru.
Þegar »Thermopy-
lae« var á ferðinni ár-
in 1868-1870 og setti
metið frá Englandi til
Ástralíu á 60 dögum,
sem nú þykir vel siglt
á 90 — 100 dögum og er
haldið á lofti, þá voru
kappsiglingar, sem um
var vert að ræða, en
þeirra skipa, sem skör- i
°ðu fram úr þar, verð-
ur ekki getið hér. Eilt
er þó það skip, sem
vert er að minnast á ;
er það y>Culíy Sarl<«,
sem enn er til, ísamaá igkomulagi, með
samskonar reiða og var, meðan skip
Þetta hélt uppi sínum frægu ferðum.
Geyma Bretar það og halda því við, til
niinningar um forna frægð — siglinga
Þeirra.
Meðan það var í förum, var Wood-
gett skipstjóri þess sá, sem mestar sögur
fóru af. í 17 ár fór hann að meðaltali á
70 dögum, ferðir sínar milli Englands
°g Ástralíu og í dagbókum skipsins sézt
hvergi, að hann hafi lagt skipinu til vegna
ofviðra. Hann missti einu sinni stýri
skipsins er hann var staddur í austan-
verðu Indlandshafi á leið til Englands.
Hann hélt ferðinni áfram, leitaði hvergi
hafnar til að fánýttstýri og komst hjálp-
arlaust til ákvörðunarstaðar með ó-
skemmdan farm. Woodgett er nýlega
látinn.
Mynd af þessu skipi er sýnd hér.
Skipið er heitið eftir hinni fögru stúlku-
mynd efst á stefni þess (Figurehead). Það
er skozk stúlka í stutlu pilsi (cutty sark).
Það eru til óteljandi seglskip í heim-
inum, en þau, sem nefnd eru hér, eru
langferðaskipin, sem enn halda uppi
ferðum án vélaafls. Flest þeirra eru göm-
ul, fara að ganga úr sér og vart munu
koma samskonar skip í þeirra stað, þeg-
ar þau hætta ferðum. Flestir gömlu skip-
stjórarnir, sem héldu uppi hraðferðum
á þessum skipum, eru nú dauðir og
skipshafnir þeirra einnig — ogalltbend-
ir til, að sjómenn líkir þeim, komi ekki
aftur fram á sjónarsviðið, enda er þeirra
ekki lengur þörf, því þekking og sigl-
ingar þeirra eru úr sögunni og annað
komið í staðinn, sem hentugra þykir.
11. maí 1933.
Sueinbjörn Egilson.
vCallij sarkn