Ægir - 01.06.1933, Page 7
ÆGIR
149
Rauði jarðslaginn.
i.
Roði á verkuðum saltfiski er löngu
þekkt, illræmt fyrirbrigði víðast hvar, er
slíkur fiskur er framleiddur eða hafður
til neyzlu. Fyrirbrigði þetta virðist ekki
frekar bundið við saltfisk einnar þjóðar
en annarar, heldur geta komið fram all-
staðar, þar sem saltfiskur er verkaður.
Allar þær þjóðir, sem saltfisk framleiða,
eiga því meira og minna við plágu þessa
að stríða. Eru skemmdir þessar bæði út-
breiddari og skaðlegri en brúnu skemmd-
irnar eða brúni jarðslaginn, er áður hef-
ur verið lýst1. Það er því ekki að ástæðu-
lausu, að fjöldi vísindamanna, viðsvegar
um heim, hefur rannsakað roðann á salt-
fiskinum og leitast við að ráða bót á
honum.
Flestum þeim, sem rannsakað hafa
rauðan saltfisk, ber saman um það,
að orsök roðans séu rauðir gerlar, er
hfa á saltfiskinum og þola mjög sterkar
upplausnir af salti (teknisku NaCi). Hvað
snertir uppruna þessara gerla og lifn-
aðarhætli, eru niðurstöðurnar aftur á
roóti nokkuð á reiki, og ber það til að
margir þeirra, sem við þetta hafa fengist,
hafa ekki þekkt rannsóknir hver ann-
ara. Hafa þessir gerlar því fengið mjög
margvísleg heiti, og lýsingarnar á þeim
eru oft svo takmarkaðar og ósambæri-
^egar, að ekki er gott að segja um hvort
hér er um eina eða fleiri tegundir að
ræða.
Fyrstu rannsóknirnar á rauðum salt-
flski voru gerðar í Ameríku árið 1880.
Vor þær gerðar af Farlow8. Orsök roð-
0 Ægir, 2. tbl. 1933.
2) Tekið eítir Klebahn : Die Schadlinge des
ýtippBsches. Mitteil. a. d. Inst. f. Alg. Botanik
ln Hamburg 4. 1919.
ans taldi hann vera rauðleitan þörung,
sem bærist með saltinu á fiskinn og í
geymsluhúsin. Benti hann á að Cadix-
salt innihéldu þessar lífverur, og ráð-
lagði því að nota Tropanisalt, auk þess
sem hann lagði áherzlu á aukið hrein-
læti við verkun fisksins. Á þessum rauða
fiski fann Farlow ennfremur geril-
tegund, sem hann nefndi Sarcina morr-
huae og sveppinn Torula epizoa.sem síð-
ar reyndist vera orsök brúnu skemmd-
anna.
Á árunum 1884—88, var roðinn á salt-
fiskinum einkum rannsakaður í Ameriku
og Frakklandi, og bar mönnum ekki
saman um orsök hans og heilbrigðislega
þýðingu. Töldu sumir að rauður salt-
fiskur væri hættulegur til neyzlu ogbentu
aðallega á tvö dæmi, annað í Algier og
hitt í Leningrad, þar sem fleiri manns í
einu höfðu veikst af að neyta rauðs fisks.
Síðar benti Layet1 á það, að slíkar eitr-
anir þyrfti ekki að setja í samband við
roðann á fiskinum, af því að þær stöf-
uðu sennilega af gerlum, sem oft finnast
í skemmdum fiski, hvort sem hann er
rauður eða ekki. Nú er almennt álitið
að rauðu gerlarnir á saltfiskinum séu
út af fyrir sig hættulausar, en eitr-
anir af völdum annara gerla geta
komið í hvaða fislc sem er, ef hann er
vanhirtur. Slíkar eitranir eru samtfrem-
ur sjaldgæfar.
Á rauðum saltfiski voru gerðartalsverð-
ar rannsóknir af Edington árið 18882.
Edington tókst að hreinrækta margar
ólíkar geril-tegundir út frá fiskinum
og var ein þeirra rauð. Taldi hann að
þessi gerill væri orsök roðans og gaf
honum nafnið Bacillus rubescens. Fann
hann hann einnig í salti, en getur þvi
miður ekki um, hvaða salt það hafi ver-
1) Sömuleiðis eftir Klebahn.
2) Sömuleiðis eftir Iílebahn.