Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1933, Side 10

Ægir - 01.06.1933, Side 10
152 ÆGIR Þar sem ýmsir hafa fundið rauða gerla í salti, einkum í sjávarsalti, og jafnvel getað sýnt fram á að þeir væru sömu tegundar og rauðir gerlar, sem orsakað gátu roða á saltfiski, þá má það nú teljast næstum fullsannað, að aðal- lega berist rauðu gerlarnir á fiskinn við söltunina. Smitun frá húsum, áhöld- um eða vatni er ekki þar með útilokuð, en sennilegt er að upprunalegi smitber- inn sé saltið, en húsin, áhöldin o. s. frv. hafi smitast frá þvi. Hvernig sallið verði hreinsað, þ. e. rauðu gerlarnir í þvi drepnir, án mikils kostnaðar, er enn þá óleyst þraut og verður vikið nánar að því hér á eftir. II. Sem eðlilegt er, höfum vér íslending- ar ekki farið varhluta af roðanum á salt- fiskinum, frekar en aðrar þjóðir, er við saltfisks-framleiðslu fást. Það var því þegar mjög líklegt, að orsök roðans hjá okkur væri hin sama og annarsstaðar, og hefur reynslu og þekkingu annara þjóða á þessu efni þess vegna verið lýst nokk- uð hér að framan, íslenzkum saltfisks- framleiðendum til fróðleiks. Eftir var samt að færa sönnur á það, að hérværi áreiðanlega um sama fyrirhrigði og sömu orsakir að ræða og hjá öðrum þjóðum. Verða nú tilgreindar þær Iíkur, sem þegar eru fyrir hendi og benda á, að svo sé í raun og veru. Sá er þetta ritar rannsakaði að nokkru rauðan saltfisk undir eftirliti próf. N. Dun- gals í Reykjavik, síðastliðið vor1. Gerill sá, er þá fannst, svipaði að sumu leyli Bact. halobius ruber Klebahn, en virt- ist vaxa greiðlegar á tilbúnum ætum og ekki þola eins mikið salt. Rannsóknum þessum hélt ég svo áfram siðastliðið haust í Kaupmannahöfn og hef unnið að þeim þar síðan. Fyrri hluta rann- 1) Ægir 8. tbl. 1932. sóknanna, sem aðallega snertu brúna sveppinn Torula epizoa C. hefur þegar verið lýsl1, en rannsóknunum á rauða fiskinum verður nú lýst, að svo miklu leyti, sem unnt er á þessum stað. Mörg- um ákvörðunum og einkennum verður sleppt hér, þar sem þau hafa ekki al- mcnna þýðingu. Fisksýnishornið var tekið á Islandi í byrjun október 1932 og byrjað á rann- sóknunum mánuði seinna. Sýnishornið var tekið af fullverkuðum þorski, sem var að byrja að roðna í kringum dálk- inn og þar sem fiskurinn var þykkast- ur. Voru þessir partar skornir úr og not- aðir til rannsóknanna. Af vatni innihélt fiskurinn 41% og af salti (NaCI) 21,3>. Við smásjárrannsókn á fiskinum fund- ust stafgerlar, ca. 1 /x breiðir og 1,5 — 6 [x langir, og hnattgerlar allt frá ca. 1 /u til 2,5 fi að þvermáli. Út frá fiskinum var nú sáð á tvenns konar saltfiskagar, innihélt önnur teg- undin 10% NaCl, en hin 17%. Var rækt- að við 22° og 29° C., og sást greinilegur vöxtur eftir 7 daga, einkum við 29° C. Eftir nokkrar umsáningar, tókst að hrein- rækta 5 ólika stofr.a, og var þeim hverj- um fyrir sig sáð á vel útlítandi fullþurk- aðan, islenzkan saltfisk. Voru þessi fisk- sýnishorn geymd við 29° C, í þrjá mán- uði án þess að þau roðnuðu. Bæði þessi sýnishorn og önnur ósýkt sýnishorn af sama fiski, sem geymd voruásama hátt til samanburðar, urðu talsvert brúnleil. Ýmsar rannsóknir voru gerðar á þessuni 5 geril-tegundum og fundin mörg ein- kenni, en þar sem engin þeirra virtist vera orsök roðans, verður ekki skýrt meira frá þeim hér. Geta má samt þess að ein tegundin líktist mjög geriltegund þeirri, er fannst í Reykjavik vorið 1932 1) Ægir 2. tbl. 1933.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.