Ægir - 01.06.1933, Side 11
ÆGIR
153
og áður var getið, og önnur var mjög
svipuð gerlategund, sem ég hreinrækt-
aði úr salti í vetur og ekki heldur reynd-
ist geta orsakað roða á saltfiski.
Það var i byrjun marz síðastliðinn, að
þessum tilraunum var lokið. Þávarupp-
i'unalega fisksýnishornið, sem geymt hafði
verið í Petri-skál við stofuhita frá því í
október, orðið mjög rault. Hafði það
greinilega »alkaliska« svörun og lagði af
því mjög slæma lykt. Var nú sáð út frá
því að nýju og höfð aðferð sú er Hol-
lendingurinn Petter hafði notað, en hún
er meðal annars fólgin í þvi, að notað
er æti, sem inniheldur allt að 30°/o salt.
Eftir 2 — 3 vikur komu i Ijós örlillar dökk-
rauðar breiður, sem innihéldu stafgerla.
í fljótandi æti reyndust þær hafa eigin-
hreyfingu og þar urðu þær miklu
lengri. Stærð þeirra var þessi: Á föstu
*ti, breidd ca 0,8 /r og lengd 2—7 /u
og i fljótandi æti, svipuð breidd en lengd-
in oft allt að 15 /u. Eins og búast mátti
við höfðu gerlar þessir mjög háan
»osmaliskan« þiýsting. Væru þær t. d.
seltar i upplausn, sem innihélt undir
20°/o salt, bólgnuðu þær út og leystust
að síðuslu upp (Plasmolyse), en það
er sama fyrirbrigðið og Klebahn fann
hjá Bact. holobius ruber. Átilbúnumæt-
tim uxu gerlarnir mjög treglega og að
eins við 20—30n/o innihald af salti.
Þessari geriltegund var nú sáð á vel
útlítandi, verkaðan saltfisk á sama hátt
og áður og ræktað við 29° C. Eftir
2 vikur var fiskur þessi orðinn greini-
lega rauður og eflir 3 vikur dökkrauður
og lyktarslæmur. Höfð voru mörg sýnis-
horn af samskonar fiski til samanburð-
ar, en á þeim sá ekki neitt eftir 8 vikur.
Var þar með sannað að þessi gerilteg-
und var orsök roðans.
Þar sem gerill þessi vex afar treg-
lega á tilbúnum ætum, þarf mjög lang-
an tíma, til þess að rannsaka hann til
hlítar, og er sú rannsókn því að eins að
byrja. Eftirfengnum einkennum að dæma
líktist hann mjög Bact. halobium Petter,
og er hér sennilega um sömu tegund að
ræða.
Samanborið við geril þann, er hrein-
ræktaður var í Reykjavík, þá framleiðir
sá er nú fannst, miklu sterkari roða bæði
í hreinrækt og í fiskinum, auk þess sem
hann vex treglegar og þolir miklu meira
salt, Ekki er samt óhugsandi, að hér
gæti verið um sömu tegund að ræða, því
að einmitt þessir eiginleikar eru senni-
lega nokkuð breytilegir, en ekki verður
farið nánar út í það í þetta skifti.
III.
Það sem mestu máli skiplir, hvað roð-
ann á saltfiskinum snertir, er vafalaust
það, á hvern hátt honum verði útrýmt.
Þeir sem hafa rannsakað roðann, hafa
stungið upp á ýmsu, lil þess að verjast
honum, en flestar þeirra aðferða eru því
miður óframkvæmanlegar. Það er auð-
vitað hægur vandi að setja ýmis efni í
fiskinn, sem drepa rauðu gerlana, en slik
efni eru ekki að eins skaðleg fyrir gerl-
ana, heldur einnig fyrir þá, sem eiga að
neyta fisksins.
Það er mjög gamalt viðfangsefni, sem
enn þá er hvergi nærri fullleyst, hvern-
ig drepa megi gerla í matvælum án
þess að skaða matvælin sjálf. Ein bezla
lausnin á því, hefur hingað til verið sölt-
unin, en eins og sýnt hefur verið fram
á, þá er hún ekki heldur óbrigðul. Enn
sem komið er, þekkjum við þvi ekkert
efni, sem setja má í saltfisk í svo stór-
um stíl, að það drepi rauðu gerlana,
án þess að skaða fiskinn og gera hann
óhæfan til neyzlu. Sýktan fisk er þvi
ekki hægt að gera jafngóðan aftur.
Honum verður alls ekki bjargað, nema