Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1933, Qupperneq 14

Ægir - 01.06.1933, Qupperneq 14
156 ÆGIR »Gull Islanck (máfaeyjan) er skammt frá Cape John (Jónshöfða) á 50. stigi norðurbreiddar, rúma eina sjómílu frá meginlandinu. Næsta þorp er Shoe Cove og vegalengd frá eyjunni »Gull Island« þangað, um 7 sjómilur og ákvörðunar- staðurinn Tilt Cove er fáum mílum sunn- ar; sýnir þetta að ekki var langt til mannabyggða, þótt svo hörmulega færi. Hér ætti þessi raunasaga að enda, og virðist nóg komið, en atvik eitt, sem fram kom, eftir að líkin fundust, gerði viðburð þennan enn þá ömurlegri. Kveld eitt snemma í desember sá búsettur mað- ur i Shoe Cove, bál eða ljós á nefndri eyju, er hann var á heimleið frá veiðum, en það hvarf svo skjótt, að hann sinnti því engu, enda hafði hann ekki hug- mynd um, að nokkurra manna væri saknað og auk þess leituðu fiskimenn stundum lands við eyna og að líkindum hefur hann hugsað, er hann sá Ijósið, að þeir væru þar á ferð. Hvernig sem það nú er, þá gat hann ekki um þetta við nokkurn mann fyr en eftir fundlík- anna, en líkindi eru, að hinu bágstadda fólki á eyjunni, hafði borist hjálp ítæka tíð, hefði maðurinn þegar skýrt frá þvi sem fyrir augu hans bar, kveldið er hann sá ljósið. Mörg hroðaleg sjóslys hafa orðið við Newfoundlandsslrendur, sem mönnum þar eru minnisstæð, en »Queen of Swan- sea« slysið mun þó lifa lengst í hugum manna. Slys. Um miðjan mai, féll unglingspiltur út af vélbátnum »Hegra« í Hrísey og drukkn- aði. Piltur þessi hét Ásgeir Sigtryggsson, Jónssonar, verkamanns á Akureyri. Legufæri báta. í fljótu bragði er erfitt að áætla hve þung og veigamikil legufæri báta þeirra skuli vera, sem hafðir eru á floti milli róðra, á vertíðum, við hinar mörgu veiði- stöðvar landsins. Á sumum bátalegum má heita skjól í öllum áttum; annars- staðar eru þær fyrir opnu hafi og þrátt fyrir eyrar og sker, sem kunna að vera fyrir utan slíka legu, sem veitti nokkuð skjól í hafáltum, má ávallt búast við hafróti í ofsaveðrum er vindar standa frá hafi og sérstaklega þegar stórstreymt er, þegar sker og boðar fara i kaf. Á slíkum legum verða bátaeigendur að athuga vel, hve mikil legufæri þurfi, svo þeirra eigin bátar reki ekki og einn- ig að leiðbeina formönnum á aðkomu- bátum í þessu efni, séu formenn ókunn- ir í veiðistöðinni. Of létt legufæri geta orsakað það, að bátar reki annaðhvortá land og brotni eða reka ofan á aðra báta og brjóti þá og sig; vita það allir, sem sjó stunda á vertíðum, hvílíkt efna- legt tjón það er, þegar bátar eru ílama- sessi, í gæftum og nógum fiski, um það þurfa engin orð hér. Þær veiðistöðvar munu til, þar sem umsjón er viðhöfð, hvernig bátum er lagt og fyrir hve miklum legufærum, en svo eru aðrar, þar sem hver má leggja sínum bát, þar sem honum sýnist, fyrir þeim legufærum, sem hann álítur að haldi þar, sökum þess að þau voru nægi- leg á öðrum stöðum, þar sem þó hag- aði allt öðru visi til — eða með öðrum orðum, umsjón er engin. Hvað slikt umsjónarleysi þýðir, sýna bezt tjón þau á skipum og bátum, sem urðu hér sunnanlands dagana 12. janúar og 12. febrúar s. 1., þegar fjöldi báta brotnuðu af árekstrum og sumir ráku á

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.