Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1933, Qupperneq 15

Ægir - 01.06.1933, Qupperneq 15
ÆGIR 157 land og brotnuðu. Að eilthvað hafl þar verið að legufærum má telja víst, þar sem aðrir á sömu legum högguðust ekki. 1 góðum veiðistöðvum er hætt við að bátar geti orðið of margir, svo leggja verði þeim það þétt, að brot geti staíað af og þar sem þannig hagar til, er bráð- nauðsynlegt, að veiðistöðvar hafi lagn- ingamann, sem ekki að eins ráði stað þeim, sem bátar eigi að liggja, heldur einnig skipi fyrir um þyngd akkera, lengd og gildleika festa. Tökum til dæmis veiðistöðina Sand- gerði. Þar er engin veruleg umsjón með, hvar og hvernig bátum er lagt á legunni, enda hefur það sýnt sig hvernig bátar hafa brotnað þar í aftaka álandsveðrum; hafa sumir brotnað af því, að þeir hafa rekið ofan á aðra báta, stundum aðeins dregið úr keðjum, þótt akkeri hafi ekki haggast, aðrir hafa dregið akkeri sökum þess að þau voru of létt o. s. frv. í hverri veiðistöð, þar sem líkt hagar til, ætti að vera umsjónarmaður, sem gerði ráðstaf- anir til þess, að lega yrði sem öruggust, nieð því að tiltaka fjarlægð þá,semmilli báta skuli vera, og hver legufæri ættu að vera og leyfa alls ekki að bregða út af þvi. Án þess að fullyrða nokkuð má áaetla, að legufæri mótorbáta, er liggja á verlíð á legunni við Sandgerði ættu að að vera þannig: Legufæri 18—24 tonna báta, 7—800 kg. akkeri og 15 faðma löng 1 */»” keðja með viðbótarkeðju 4—5 faðma að lengd »1 — að gildleika. Legufæri 12—18 tonna báta, 6—700 kg. akkeri og 18—20 faðma l1!* þuml. keðja. Vel má vera, að hér geti skakkað ein- hverju, en það má lagfæra á viðkom- andi stað, en allt bendir til að umsjón- armenn með lagningu báta við veiði- stöðvar hér og þar við landsins strendur, megi ekki lengur vanta og ættu sýslu- menn eða hreppsstjórnir að velja þá menn, og gefa þeim fullkomið vald til að framfylgja þeim reglum og samþykkt- um, sem gerðar væru í hverri veiðislöð fyrir sig. Sveinbjörn Egilson. Skýrsla erindrekans í Austfirðingafjórðungi frá 1. jan til l.apríl. 1932 og ársyfirlit. ljíringum áramót er sjaldan um mikla þorskveiði að ræða á Austfjörðum. í janúarmánuði var ekki um þorsk- veiði að ræða, nema að nokkuð var veitt á ílotlínur á Norðfirði og lítilhátt- ar á Mjóafirði. Hefði eflaust mátt fiska víðar þar sem sild var í fjörðunum, því að þorskurinnn elti hana inn í fjarðar- botn. í febrúar og maiz var og nakkuð veitt á fjörðum inni, mest á þenna hált — aðallega á Norðfirði — en um veiði á stærri vélbáta var ekki að ræða norð- an Djúpavogs, nema hvað Norðfirðingar reyndu fáar sjóferðir í marzmánuði skammt þar út af. Var afli fremur treg- ur. Stöðugar ógæftir hömluðu mjög veiði. I síðari liluta febr. og byrjun marz, fóru bátar af nyrðri fjörðunum að flytja sig til Hornafjarðar og Djúpavogs eins og venja er til. Var afli góður út af Hornafirði og Eystra-Horni um það leyti og út marzmánuð, en vegna stöðugra ó- gæfta var aflafengur ekki mikill. Mjög lítið veiddist af síli á Hornafirði ogvarð því að flytja sild til beitu austan af Fjörð- um, en sildveiði var þar alltaf nægileg og var því ekki beituskortur afþeimor- sökum, en samgöngur voru ekki svo greiðar við Hornafjörð og Djúpavog, að bátar þar gætu ávallt haft nýja síld til

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.