Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1933, Side 17

Ægir - 01.06.1933, Side 17
ÆGIR 159 mót gengst hr. Guðmundur Albertsson í Reykjavik, fyrir þvi, að flytja út isaða síld frá Austurlandi. Þetta var erfiðleik- um bundið vegna óhentugra ferða og eigi var hentugur skipakostur fyrir hendi til þessara flutninga. Fyrsta síldin, sem flutt var út eftir áramót, var flutt til Reykja- víkur til umhleðslu og síðan send til Englands. Var hún því óhæfilega gömul þegar á markaðinn kom. Sama má segja um sumt af þeirri síld, er siðar var flutt út, að hún var veidd nokkru áður en skipið kom, sem flutti hana og því ó- þarflega gömul, þegar hún kom á mark- aðinn. Þá er og hætt við að ísun hafi verið í einhverju áfátt, þar sem þetta er allt á byrjunarstigi. Á Guðmundur þakk- ir skilið fyrir að hafa gerst forgöngumað- ur að þessu, og þótt hann hafi sennilega ekki spunnið gull úr þessum tilraunum þetta skipti, — sem tæplega er við að búast vegna þeirra ástæðna, sem áður eru greindar — þá mun það vera skoð- un hans og þeirra, er skyn bera á þessa hluti, að þarna sé opin möguleiki til að gera verðmæti úr austfirsku haust- og vetrar síldinni. Verði síldargengd í Aust- ijörðum á næstu árum svipað og verið hefur tvo síðastliðna vetur, mundi það hafa stórkostlega þýðingu fyrir afkomu uianna, að unnt væri að gera verðmæti úr sildinni á þennan hátt. Eftir áramót var isað á Austfjörðum 2467 kassar, mest flutt til Englands. Þarna eru taldir með nokkrir kassar, sem fluttir voru til Suðurlands. Var sú síld notuð til beitu þar. I janúarmánuði hélt ég fundi í deild- um á þessum stöðum: Eskifirði, Norð- hrði, Seyðisfirði og Þórarinsstaðaeyrum. Áf frekari fundahöldum gat ekki orðið vegna samkomu- og samgöngubanns, er sett var vegna inflúenzu. Um lífið í flestum deildum er það að segja,að það má ekki minna vera, til að þær geti talist hjarandi. Virðist mönnum ekki nægilega Ijóst, að einmitt í fiskifélags- deildum, eiga menn hægt með að hreyfa öllum þeim málum, er sjávarútveginum koma við og menn óska aðkomalengra áleiðis, það er nærri þvi eins og mönn- um sé meðfætt sinnuleysi um þau mál- efni, er þá sjálfa varða. Eskiíii öi 12. api íl 1932. Friðrik Sleinsson. Skýrsla erindrekans í Vestfirðingaíjórðungi frá áramótum—páska 1933. Velrarmánuðirnir hafa undanfarin ár allt frá árinu 1928, verið óvenju aflasæl- ir hér vestra. Árabilið frá 1921—1927, var vertíðin hinsvegar afar rýr og mátti heita aflalaust frá nýári til páska í veiði- slöðvuðum hér um slóðir. Stærri bátarnir héðan stunduðu ávallt fiskveiðar við Faxaflóa, þar til 1927 eða 28. Þessa vetrarvertið er heildaraflinn hér í fjórðungnum að vísu um 930smá- leslum meiri en í fyrravetur, en þess ber að gæta að stór fiskiskip eru nú mun fleiri. Einnig má geta þess, að vetrarver- tíðin er ávalt talin hér frá nýári lil páska, en í fyrra voru páskar fyrir marzlok, nú í miðjum apríl, svo veiðitíminn er nær 3 vikum lengri í ár. Aukning fiskiflotans er mest á syðri Vestfjörðunum. Hefur nú bæzt við 1 togari á Patreksfirði. 2 línugufubátar eru komnir á Bildudal, hafa að vísu ekki lagt þar allan vetraraflann, og einn slíkur bælt- ist við á Þingeyri, svo nú eru línugufu- bátarnir þar 3. — Útvegur er og meiri á Fiateyri nú, en nokkru sinni fyr.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.