Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Síða 21

Ægir - 01.06.1933, Síða 21
ÆGIR 163 í Njarðvíkum, Árnasonar frá Stóru-Seylu í Skagafirði, af ælt Hrólfs sterka. En nióðir Guðrúnar var Elín Klemenzdótlir alsystir Þuríðar Ingibjargar, konu Egils Hallgrimssonar og voru foreldrar Þórð- ar því systrabörn. Þegar í æsku komu strax í ljós hjá Þórði, miklir hæfileikar lil munns og handa, útsjón og listfengi. Ungur fór hann í Flensborgarskólann og lauk þar námi með ágætisprófi, en ekki hélt hann þó lengra áfram námi á skólum, en um Þórð mátti segja, að hann væri alla æfi að bæta við nám sitt og þekkingu, svo mikið las hann bæði innlend og útlend rit og voru honum kunnir margir út- lendir rithöfundar svo vel fylgdist hann nieð öllum bókmentum og var unun að heyra Þórð segja frá ýmsu, er hann hafði lesið um, enda var honum ánægja að miðla öðrum af þekkingu sinni. í for- föllum kennara við barnaskólann kenndi hann oft og stundum um lengri tíma og var elskaður og virtur af nemendum sínum. Mjög hneigðist hugur Þórðar strax á unga aldri að sjó og öllu, sem að sjó- mennsku laut, og stundaði hann sjó- róðra á vetrarvertíðum með föður sínum, sem þá var með stærsta opið skip við Faxaflóa, en á sumrum var hann á þil- skipum og var með beztu fiskimönuum. Þórður fylgdist með útgerð allri og breyt- mgum sem á henni urðu, þegar inótor- kátarnir komu til sögunnar, keyptu þeir feðgar í félagi við aðra, 12 lesta bát, og héldu honum úti um mörg ár með net á vertíðum og flutningum um annan tima. Þegar sá bátur gekk úr sér og °pnu vélskipin komu, keypti Þórður í félagi við Sæmund bróðir sinn og Árna Klemenz frænda sinn, nýtt stórt og vand- úð vélskip og að síðustu var hann einn af stofnendum Útgerðarfélags Vatnsleysu- strandar og í stjórn þess. Hann var stofn- andi fiskideildarinnar Dröfn á Vatns- leysuströnd og formaður hennar í mörg ár að hann baðst undan endurkosningu. Á þeim árum starfaði deildin vel með miklum áhuga fyrir ýmsum málum. í hverju einu sem Þórður átti eitthvað um að sjá, kom hvarvetna fram hin mesta athyggli og samvizkusemi, sam- fara festu og góðri samvinnu við þá er hann starfaði með. Þórður var vel hagur á tré og list- fengur mjög, á yngri árum málaði hann ýmsar myndir, sem voru hinar prýði- legustu, einkum þó skipamyndir hans, sem voru hreinustu listaverk. í allri umgengni var Þórður fyrirmynd og fyrir unga menn að kynnast honum var sem slcóli fyrir þá, því bæði var hann fræðandi, sem áður segir og svo reglusamnr, nevtti hvorki tóbaks névíns og svo mikið prúðmenni í allri fram- komu og vandaði tal sitt og orðfæri að einstakt var. Hann var trúmaður og kirkjurækinn og bar mikla virðingu fyrir kirkju og kristindómi og taldi það undirstöðu allri ar góðrar breytni og siðmenningar. Fyrir nokkrum árum tók Þórður við búi af föður sínum og bjó með ráðs- konu; var hann búinn að taka dreng til fósturs og reyndist honum sem bezti faðir í öllu og var það eitt af því, sem Þórður átti mikið til af, það var að hjálpa þeim, sem bágt áttu og mun það hafa verið allmargir, sem hann rétti hjálparhönd í ýmsum tilfellum, en jafn- an lét hann sem minnst á þvi bera og taldí það ekki þess vert, að á lofti væri haldið og sýnir það sem annað í fari hans yfirburði og mannkosti, enda var hann afhaldinn af öllum er honum nokk- uð kynntust. Vatnsleysustrandarhreppur hefur því

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.