Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.1933, Blaðsíða 22
164 ÆGIR orðið að sjá á bak einum sinna beztu manna og mun hans lengi minnst og sárt saknað. Þórður andaðist 30. jan. sl. og var jarðaður að Kálfaljörn hinn 10. febr. að viðstöddu fjölmenni. Blessuð sé minning hans. Sveilungi. Reglugerð um merking fiskpakka. Merkingu fiskpakka, sem ætlaðir eru til útflutnings skal fyrirkomið þannig, að hver verkunarstöð hafi eitt eða fleiri merki, sem er samsett af þrem bókstöf- um. Skal þetta merki sett á framhlið pakkans eða kassans í línu yfir sending- armerki, sem er samsett af tölustöfum. Fyrsti stafur merkisins táknar yfir- matsumdæmi, annar veiðistöð, en þriðji verkunarstöð. Matsumdæmi yfirfiskimatsmannsins í Reykjavík hefir bókstafinn F (Faxi). Matsumdæmi yfirfiskimatsmannsins á ísafirði hefir bókstafinn 0 (Oeste). Matsumdæmi yfirfiskimatsmannsins á Akureyri hefir bókstafinn N (Norte). Matsumdæmi yfirfiskimatsmannsins á Seyðisfirði hefir bókstafinn E (Este). Matsumdæmi yfirfiskimatsmannsins í Vestmannaeyjum hefir bókstafinn V (Vest- mann). Yfirfiskimatsmaður ákveður bókstaf, einn eða fleiri fyrir veiðistöð, eða út- flutningshöfn og verkunarstöð, sem einn- ig getur haft fleiri merki en eilt. Skal hyllst til að láta stærstu stöðvarnar fá stafi, sem hægt er að kveða að. Ekki má nota stafina: Á, í, ó, Ö, Æ, Þ, eða W og ekki X nema til að tákna afbrigði, svo sem að fiskur sé veiddur í öðru umdæmi, en hann er verkaður. Skal síðan geta afbrigðisins á matsvott- orði. X-ið skal sett sem fjórði stafur. Önnur merki, sem félög eða einstakl- ingar óska eftir að setja á pakkana, mega ekki vera meira en 30 sm. á hvern veg. Reglugjörð þessi er hérmeð sett sam- kvæmt fundarsamþykkt yfirfiskimats- manna, sbr. 5. mgr. 2. gr. laga nr. 46, 8. seplember 1931, um fiskimat, til þess að ganga í gildi þegar í stað og birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli. Atvinnu- og samgöngumálaráðuneytiö, IS/o 1933. Porsteinn Briem. Vigfús Einarsson. Lækkun á síldartolli í Þýzkalandi. Samkvæmt tilkynningu frá Stjórnar- ráði íslands, hafa Hollendingar og Þjóð- verjar gert viðskiptasamning sín á milli, um tolllækkun á ýmsum vörum. Meðal annars er þar ákveðið að innflutnings- tollur á hollenskri síld, skuli lækkaður niður i 65°/o, og lækkar því núgildandi tollur á innfluttri síld til Þýzkalands úr 9 mörkum pr. tunna niður í 5,85 mörk pr. tunua. Tolllækkun þessi nær til allra þeirra landa, er beztu kjarasamninga hafa við Þýzkaland, þar á meðal íslands. Færeysk skúta, »Budanes«, hét áður »Buttercup«i strandaði í þoku á Hellunni við SiglU' fjörð, hinn 22. júni. Menn björguðust allir og náðu dóti sínu, en björgun á skipinu er talin vonlaus.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.