Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1933, Page 26

Ægir - 01.06.1933, Page 26
168 ÆGIR Frá utanríkismálaráðuneytinu. Ráðuneytið vill hér með tjá Fiskifé- lagi Islands, að samkvæmt fregn frá ut- anríkismálaráðuneytinu danska, hefur Portúgalska rikisstjórnin, þann 10. f. m. lagt aukatoll á saltfisk, sem innflutlur er til Portúgal frá Frakklandi eða frá eyj- unum Saint Pierre og Michelon eða beint frá veiðistöðvunum með frönskum fiski- skipum. Nemur aukatollur þessi 80 frönk- um pr. 100 kg. og á að vega á móti út- flutningsverðlaununum, sem franska stjórnin veitir frönskum saltfisksúlflytj- endum. Síldarsala til Svíþjóðar. Með bréfi dags. 19. júni 1933, hefur sænski aðalkonsúlinn í Reykjavík, beðið Fiskifélagið að flytja islenzkum síldar- framleiðendum þá orðsendingu, að það sé ósk sænskra sildarkaupmanna, að síld sem ætluð er til sölu á sænskum mark- aði, verði ekki söltuð fyrir 25. júlí. Vitar og sjómerki. Auglýsing fyrir sjómenn 1933. Nr. 3. 6. Viti nr. 51, Selvíknrneís- vitinn, hefir verið málaður hvítur með lóðréttum rauðum röndum ograuðu ljóskeri. 7. Á Sauöanesi vestan viðSiglu- fjarðarmynnið er verið að reisa ljós- og bljóðvita ásamt dagmerki. Vitinn verður austanvert á nesinu,ná- lægt bakkabrúninni, n.br. ca. 66° ll', v.lgd. 18° 57'. Vitabyggingin verður 8.6 m hár steinsteyptur turn með ljóskeri og viðbyggingu fyrir hljóðvitann. Hæð log- ans yfir sjó verður ca. 39 m. Einkenni ljóssins verður hvítur og rauður 3-blossi á 20 sek. bili, þannig: 1 sek. ljós, 3 sek. myrkur, 1 Ij., 3 m„ 1 Ij., 11 m. Ljósið verður hvítt fyrir norðan og vestan stefnu ca. 221 °, en rautt þar fyrir austan og sunnan yfir Helluboða. Ljósmagnogljós- mál fyrir hvíta Ijósið 17 sm., fyrir hið rauða 14 sm. Logtími 1. ágúst til 15. maí. Hljóðvitinn verður í sama húsi og gef- ur 3 hljóð á minútu þannig: 2 sek. hljóð, 5 sek. þögn, 2 hl., 5 þ., 2 hl., 44 þ. Verður í gangi allt árið þegar þoka og dimmviðri er. 1 stefnu ca. 221° frá vitanum mun verða sett upp dagmerki sem með vita- turninum gefur stefnuna, sem skip skulu halda norðan við vegna Helluboða, þang- að til beygja má inn fjörðinn. Reykjavík, 15. júní 1933. Vitamálastjórinn. Th. Krabbe. dlegir a monthly revieiv oj ihe fisheries and fish irade of Iceland. Publislied by: Fiskijélag íslands (The Fisheries Association of Iceland) Reykjavík. Results of the Icelandic Codfisheries from the beginning of iheyear 1933 ioihe 15th of June, calculaied in fully cured slate: Larye Cod 45 550, Small Cod 15 890, Haddock 138, Saithe 55b,totat 62.132 tons. Ritstjóri: Sveinbjörn Egilson. Ríkisprentsmiðjnn Gutenberg.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.