Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 5

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 5
ÆGIR 255 ið umdæmistölu á hann, notaði hann í nokkur ár, en þá var hann riflnn, en um 8 árum síðar, eignaðist sami maður stærri og nýjan bát, en vildi þá fá þá umdæmistölu, sem hann áður hafði á opna bátnum, því hann œtti hana. Svona hugsa nú menn og það jafnvel ennþá, en það er ekki af þvi, að þessir menn óski að vera í andstöðu við lögin, heldur eingöngu af athugaleysi á þeirri löggjöf, sem þeir eiga að þekkja og þá sérstaklega af því að hún snertir þeirra atvinnugrein. Um umdæmistölurnar segir svo í 6. gr. áðurnefndra laga, að þær eigi að skrá í áframhaldandi töluröð 12 3 o. s. frv., eftir því hvenær skráningarinnar er beiðst. Á þessu sézt það, að enginn hefur leyfi til að nota umdæmistölu sem skip áður hefur haft; þó er í sömu grein, skrán- ingarstofunni veitt heimild til að leyfa lögreglustjórum að gefa nýskráðu skipi umdæmistölu skips, sem strykað hefur verið út af skrá. Af þessu má sjá það að lögreglustjóri getur ekki útilátið skípi áður notaða umdæmistölu, nema sam- þykki skrásetningarstofunnar komi til, og oft hefur staðið svo á, að alls ekki hefur verið hægt að veita leyfið. Nafnabreyting á skipi sem skrásett er, og gerð er í heimildarleysi, er eittafþví sem mjög örðugt er að gera mönnum skiljanlegt, hver áhrif það getur haft fyrir skráninguna, veðhafana og þá sjálfa. Komið hefur það fyrir að skip hafa, sem sagt, týnst vegna ólöglegrar nafnabreyt- inga, og tekið æði langan tíma að rekja spor eigendanna til hins rétta. Eigendaskipti sumra skipa verður eins og nokkurskonar ættartaíla þeirra. Nú vil ég skýra frá þvi hvað lögin segja um þessa hluti. Síðasta málsgrein 12. gr. laga um skrán- ing skipa, segir: — Eigi má breyta nafni á skrásettu skipi, nema eigendaskiptiverði enda samþykki skráningarslofan breyt- inguna. Þetta þarf ekki frekari skýringa við, þvi það er sagt beinum orðum, að eng- inn veitir leyfi til nafnabreytingar á skráðu skipi annar en skráningarstofan. Rétt er einnig hér að geta þess, að brot á þessu ákvæði laganna varða einn- ig samkv. 24. gr. áður greindra laga allt að 2000 kr. sekt. Eg vil þá að endingu eindregið hvetja skipaeigendur til þess, að láta nú ekki di;agast að fullvissa yður um það, að skip yðar sé löglega skráð, að það hafi — sé það yfir 30 rúmlestir y>þjóðernis- og skrásetningarsldrteink, og sé það skip eða bátur undir 30 rúmlestum, að það þá' hafi yymœlingabréfa (ekki mælingar- skírteini), og gæta þess, að réttir séu skráðir eigendur þess. Munið að breyta ekki um nafn á skráðu skipi, nema með leyfi skráningarstof- unnar, og munið að tilkynna lögreglu- stjóra allar breytingar á eignarheimild skipsins. Mér er það fyllilega ljóst, hve skipa- skránni í sjómannaalmanakinu er ábóta- vant, en þar mega margir skipaeigend- ur sjálfum sér um kenna ef rangt er frá skýrt, því eitt er víst, að skipaskráning- arstofan gerir á hverju ári ítarlega til- raun til að fá skrána eins rétta og í eins golt lag sem föng eru á. En skráin verð- ur ekki rétt, fyr en menn fást til að gera skyldu sína, með að tilkynna eigenda- skipti, og í því sem öðru að fullnægja ákvæðum laganna. Komist þetta ekki í lag, verður ekki hjá því komist, að gripa til sektarákvæð- anna og sjá hvort það ekki dugar, en það er alveg óþarfi fyrir skipaeigendur að stofna til þess, því hér er ekki um neitt fjárhagsatriði að ræða, heldur

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.