Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 25

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 25
ÆGIR 275 flufning á eigin kostnað. (Það má þann- ig ekki flytja út saltfisk fyrir annan, sem milliliður eða umboðssali, eða sé um samvinnufélag að ræða, má það ekki flytja út saltfisk fyrir einstaka menn, þótt í félaginu séu. 2. Forstjórinn eða framkvæmdarstjóri fiskútflutningsdeildar verður að hafa sér- þekkingu og verður áður að hafa starf- að við fiskútflutning, að minnsta kosti í fimm ár. 3. Nettóeign firma verður, að minnsta kosti, að vera 10,000 kr. 4. Það verður að hafa skrifstofur og geymsluhús í landinu (Noregi). Firma, sem með þessum ákvæðum er innskrifað í landssambandið, eða þá það rekur saltfisksútflutning sem fiskveiðafé- iag eða flskverkunarfélag, getur fengið inntöku í sambandið, eða haldið áfram að vera í því með þeim skilmálum, að félagið eigi minnst 10,000 króna nettó- eign, samkvæmt áðurnefndri kröfu eða eigi minnst þá upphæð, í síðasta lagi, hinn 1. ágúst 1934. Stjórn landssambandsins sker úr hvort umsækjendur verði teknir inn í það og rannsakar, hvort meðlimir þess fullnægi settum skilyrðum. Sé umsækjanda neit- að um upptöku, getur hann skotið mál- inu til verzlunarmálaráðuneytisins og sker það úr. Þau firmu, sem eru í landssamband- inu eiga, hvert fyrir sig, að hafa fram- kvæmdarstjóra og vera að öllu leyti ó- háð hvert öðru innbyrðis, en vera þó í sambandi við önnur firmu, sem flytja út saltfisk. Eitt firma má þannig ekki vinna við hliðina á öðru, sem hefur sömu hags- muna að gæta. Undantekin frá þessu eru firmu, sem standa í nánu sambandi hvert við annað (dobbeltfirma), sem með settum skilyrðum eru í landssamband- inu eða sem útgerðarfélag eða fiskverk- unarfélag hefur saltfisksútflutning sem atvinnugrein. Slik flrmu verða að hafa sameiginlegan umboðsmann áþeimstöð- um þar sem vænta má, að fiskverð sé lægst. Landssambandið semur um sölu á fiski innanlands við félög fiskkaupmanna og útgerðarfélög, sem þess kunna að óska. Verzlun með nýjan fisk og fisk úr salti er frjáls. Félagar í landssambandinu eru skuld- bundnir að setja fiskimönnum engin bindandi fyrirmæli. Verðlagsnefnd. Verðlagsnefnd tekur til starfa þegar landssambandið með 2I& atkvæða ákveð- ur að selja saltfisk á einum eða fleiri er- lendum mörkuðum, undir lágmarks- verði. í verðlagsnefnd skulu vera þrír fé- lagar frá Kristiansund, tveir frá Aale- sund, einn frá Bergen og einn frá Bodö. Auk þeirra eru i nefndinni fulltrúi fiski- manna og fulltrúi fiskverkunarmanna og varamenn fyrir alla. Annar þeirra síð- ast töldu fulltrúa, skal vera búsettur í Kristiansund, sömuleiðis varamaður hans. Hinn fulltrúinn og varamaður hans skulu búsettir í Aalesund. Annan fulltrúann og varamann hans kjósa stjórnir fisksölu- félaganna í Aalesund, Norðmæri, nyrðri og syðri Þrændalögum og Kristiansund, en hinn fulltrúann og varamann hans kýs stjórn sölusambands fiskverkunar- manna í Kristiansund. Formaður verðlagsnefndar, á að vera búsettur í Kristianssund og varaformað- ur í Aalesund. Verðlagsnefnd ákveður lágmarksverð á saltfiski eftir gefnum út- reikningum stjórnar nefndarinnar, sem landssambandið hefur samþykkt. Samkv. uppástungu landssambandsins, útnefnir dómsmálaráðuneytið trúnaðar-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.