Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 6

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 6
256 ÆGIR þetta, að láta nú verða af þvi að til- kynna breytingar, og koma skráningunni í fullt lag, og þið skuluð sjá að það er tiltölulega auðvelt. Reykjavík 18. nóv. 1933. Ó. T. S. Þjóðverjar auka fiskneyzlu sína. í lok ágústmánaðar birti senatið i Hamborg áskorun til allra borgara sinna um að koma á ákveðnum »fiskdegi« einu sinni í viku. Húsmæður voru hvatt- ar til, sjávarútveginum til stuðnings og eílingar, að hafa fiskrétt á borðum, að minnsta kosti á hverjum þriðjudegi. Enn- fremur skipaði senatið svo fyrir, að þenn- an sama dag bæri stjórnendum allra þeirra stofnana, sem það hefði yfir að ráða og til greina kæmu (t. d. sjúkra- hús, bæjareldhús, fátækramatstofur, skál- ar lögreglumanna o. svo frv.) að sjá um, að á þessum stöðum væri aðalmáltið dagsins einhver fiskréttur. — Er þessi hjálparráðstöfun senatsins fréttist, fóru ýmsar fleiri borgir að dæmi Hamborgar og gáfu út líkar áskoranir og fyrirskip- anir. Má hér tilgreina Cuxbaven, Weser- múnde, Bremerhafen auk nokkurra fleiri, og nú er svo komið, að búið er að koma þessum fiskdögum á, í næstum öllu norð- ur- og norðvestur Þýzkalandi. En hér hefur ekki verið látið staðar numið. Hinar góðu undirtektir, sem þetta hefur hlotið, örfaði til stærri og umfangsmeiri ráðstafana. Og þannig er nú í ráði, ef óhætt er að trúa þvi, sem blöðin segja, að koma þessu skipulagða fiskáti á i öllu Þýzkalandi. Ætlun þeirra, sem að þessu standa, er að skipta öllu landinu niður i sex hluta, og á hver hluti að hafa sinn ákveðna fiskátsdag. Bæjar- og sveitar- stjórnum hinna einstöku landshluta mun ætlað að annast um, að ákvæðinu um hina fyrirskipuðu fiskneyzlu sé framfylgt, þar sem þær ná til, en að öðru leyti sjá fyrir þvi, að útvarpið og dagblöðin minni almenning á þessa fiskátsdaga og brýni fyrir honum nauðsyn þeirra. Ríkisstjórn- in í Berlín kvað einnig slyðja þess aug- lýsingastarfsemi, en þó aðatlega veita þessu máli stuðning sinn með þvi að greiða fyrir fiskflutningi til þeirra lands- hluta, sem lengst liggja frá bækistöðvum sjávarútvegsins. Enda þótt þessi viðleitni, aðaukafisk- neyzluna, beinist aðallega gegn því að togurum verði lagt upp, núna að aflokn- um síldveiðatímanum, eins og venja hef- ur verið undanfarin ár og sé að því Ieyti að eins einn þáttur í hinni umfangs- miklu kreppuhjálp ríkisstjórnarinnar. þá mun óhætt að fullyrða, að þetta sé meira en hrein og skær auglýsingastarfsemi útvarpsins, skólanna og blaðanna sem undir einkunnarorðinu: »Fischfang tut Not — gibt Tausenden Brot 1« leggja allt kapp á að k e n n a þjóðinni að borða fisk. Takist það, eru menn ör- uggir um að þessi aukna fiskneyzla verði meira en tízkufyrirbrigði. Hag þýzka útvegsins er þá borgið til frambúðar, og það sem meira þykir um- vert: traustur grundvöllur er þá Iagður undir aukning flotans, en á því virðist hið nýja Þýzkaland hafa fullan hug. Hér skal ekki dæmt um endanlegan árangur þessara fiskátsdaga. En þó má taka það fram, að það sem af er, hafa þeir reynzt á þann veg, að búast má við, að Þýzkaland auki fiskneyzlu sína núna á næstu mánuðum að miklum mun. Þessu til sönnunar og sem sýnis- horn af ágæti þessara kreppuráðstafana, skulu tilfærð hér nokkur dæmi: Strax eftir fyrstu fiskátsdagana voru margir

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.