Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 24
274
ÆGIR
nokkrir kassar fullir af dynamit, og hafði
þeim verið staflað milli planka í fremra
farmrúminu. Skýringin varð því sú, að um
nóttina þegar skipið fór að hreyfast á
klettinum þegar hækkaði i sjóinn, hefði
orðið ægileg sprenging sem molað hafði
skipið í hina mörgu parta og þeir kast-
ast, sumir vegna sprengingarinnar, hinn
ótrúlega langa veg.
Þetta er tekið hér fram, til að sýna og
sanna, að enginn af skipshöfninni hefði
haldið lífi, hefði ég ekki drifið þá í land
úr skipinu um kvöldið, enda flyktust
nú skipstjóri, aðrir yfirmenn skipsins og
hásetar og umföðmuðu mig og þökkuðu
mér með tárvotum augum og hrærðum
hjörtum fyrir dugnað minn um kvöldið
að koma þeim úr skipinu, ogsögðu þeir
allir einum rómi, að mér ættu þeir, næst
góðum guði að þakka lífgjöfina. Ég varð
hálffeiminn við þessi óvæntu velvildar-
orð og atlot, en þakkaði í hljóði guði
fyrir, hve giftusamlega mér hefði tekist
að þessu sinni. Viðurkenningu fékk hvorki
ég né félagar mínir, sem bezt gengu fram
að bjarga mönnunum, en skipstjórinn
Gundersen, sem seinna var með flóabát-
inn Reykjavík, var minnugur þessa at-
viks og lét mér i té vináttu sína í mörg
ár og greiddi fyrir mér á ferðalögum með
»Reykjavíkinni« á margan hátt, sem ekki
verður minnst á hér.
Einkennilegt þótti mér, að þegar ég
las skömmu síðar í einu dagblaðinu frá
Reykjavík um strandið, var þess getið
að tveir efnuðustu bændurnir í Garðin-
um hefðu sýnt frábæran dugnað við að
bjarga mönnunum. En sannanlegt er að
annar af þessum mönnum kom ekki á
strandstaðinn um kvöldið sem skipið
strandaði, fyr en ég ogfélagar mínir vor-
um búnir að koma skipsmönnum upp
fyrir miðja Flös, eða með öðrum orðum
langt upp á þurt land, úr allri hættu, en
hinn heiðursmaðurinn hafði ekki hug-
mynd um að skipið var strandað, fyr en
daginn eftir.
Þetta sýnir, að þá, eins og nú, er sitt-
hvað að vera fátækur eða rikur. Ekki
hafði ég skap í mér til að leiðrétta fyr-
nefnda missögn blaðsins, þó ýmsir skor-
uðu á mig að gera það. Þá eins og fyr
og síðar var ég ekkert gefinn fyrir að
halda mér mikið á lofti og hef ég stund-
um jafnvel slegið úr höndum mér, tæki-
færum fyrir það, hvað ég hef verið lítið
framgjarn. Um strand þetta skal nú ekki
fjölyrða meir.
Norsku saltfiskslögijt.
í norska ríkisráðinu, var hinn 2. nóv.
þ. á., gerð grein fyrir konunglegri stað-
festiugu á reglugerð þeirri, sem aðal-
fundur landssambands norskra saltfisks-
útflytjenda hafði samþykkt.
Einnig er svo ákveðið, að útflutningur
á saltfiski frá Noregi, fyrst um sinn sé
því skilyrði bundinn, að hver sá er flyt-
ur saltfisk frá Noregi, verður að vera
félagi í landssambandi norskra fiskút-
flytjenda, eða hann hafi samþykki þess
til útflutningsins. Rikisráð Iíobro benti
á, að fresta skildi málinu þar til breyt-
ingar á lögum næðu til þeirra, sem fisk-
verkun hafa á hendi og þeirra starfyrði
reglubundið.
Þær reglur, sem settar eru í hinni kon-
unglegu tilskipun, eru meðal annars þess-
ar:
Sérhvert firma, hvort heldur einstaks
manns, samvinnufélag eða hlutafélag, sem
rekur eða ætlar að reka fiskútflutning,
getur gengið í landssambandið með eftir-
farandi skilyrðum :
1. Firmað verður að reka saltfisksút-