Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 7
ÆGIR
257
togarar teknir af síldveiðum og settir til
að veiða í ís, því eftirspurnin eftir venju-
legum isfiski óx stórkostlega. Annað
dæmi: í fyrra um þetta leyti var 40%
af togaraflotanum, eða milli 120—130
skipum ekki haldið út. Atvinnuleysið
meðal íiskimanna var og eftir því. Núna
aftur á móti stundar allur flotinn veiðar,
ekkert heyrist talað um sölutregðu og
fiskverðið eftir ástæðum gott. Útgerðar-
menn búast við að geta haldið flotan-
um út allan ársins hring, ef þessu held-
ur áfram. Væri slíkt mikil bótfrá ástandi
fyrri ára, en þá kom það ekki ósjaldan
fyrir, að nálega 60°/o alls fiskiflotans lægi
vikum saman aðgerðalaus í höfn. Fleiri
dæmi lík þessum mætti hér tilgreina,
þótt ekki sé hirt um það í þessu sam-
bandi.
Átök þau, sem gerð hafa verið á þýzka
fiskmarkaðinum undanfarið, eru að
mörgu leyti athyglisverð fyrir okkur ís-
lendinga. Fiskneyzla Þjóðverja hefur allt
fram að þessu verið lítil í samanburði
við fiskneyzlu annara þjóða. Undanfarin
ár var hún að meðaltali 9 kg. á hvert
mannsbarn í landinu. Var það helmingi
minna en í Englandi og rúmlega einn
þriðji af því, sem kemur á hvern ein-
stakling í Noregi, og svo má lengi telja.
Ef að Þjóðverjum tekst nú að auka fisk-
neyzlu sína, þótt ekki væri meira en 2,5
kg. á mann, og eftir auglýsingastarfsem-
inni að dæma, má búast við slíku, þá
er hér slrax um stórkostlega stækkun
þýzka fiskmarkaðarins að ræða. í töl-
um sagt, þá þýðir það, að Þjóðverjar
neyta ca 152,000,000 kg. meira af fisk
árlega, og er það nálega helmingur árs-
afla alls þýzka fiskiflotans. Þessi aukn-
ing fiskneyzlunnar ætti að geta komið
okkur Islendingum að góðu haldi. Sem
stendur er ísfiskmagn það, sem við meg-
um flytja til Þýzkalands, takmarkað, is-
lenzkum sjávarútveg til mikils tjóns og
baga. En þarf svo að verða framvegis?
Eru ekki líkindi til, að við getum kom-
ist að betri kjörum, fengið hinn leyfða
innflutningsskamt (kontingent) hækkað-
an, ef fiskneyzlan eykst að ráði?
Mér þykir ekki ósennilegt, að margur
landi minn efist um varanlegan árangur
þessara þýzku ráðstafana, því að sjálf-
sagt tæki almenningur á Islandi það ekki
alvarlega, þótt atvinnumálaráðherrann
okkar, Þorsteinn Briem, skoraði á allar
íslenzkar húsfreyjur að hafa að minnsta
kosti einu sinni í viku íslenzka síld á
borðum — og hafa menn á krepputímum
þó lagt sér verri mat til munns. En
hvernig væri það, ef hann eða aðrir verðir
islenzkra atvinnumála, beindu einni slíkri
áskorun til íslenzku þjóðarinnar ?
Kiel 14. október 1933.
Oddur Guðjónsson.
Bátstapi.
Fimmtudagskvöld 2. nóv. reru hinir
stærri bátar frá Siglufirði og meðal þeirra
mb. »Fram«, sem Júlíus Björnsson, út-
vegsbóndi í Dalvík átti. Báturinn var 16
lestir að stærð, keyptur frá Noregi síð-
astliðið vor.
Allir bátarnir sóttu út á svonefnt Skaga-
grunnshorn, um 30—40 sjómílur út af
Siglufirði.
Bátarnir fengu vont veður og náðu
landi aðfaranótt laugardags 4. nóvbr.,
allir nema »Fram«.
Á laugardaginn var leit hafin, þrátt
fyrir vonsku veður og Iögðu tveir bátar
af stað, en sáu ekkert til »Fram« og
mátti ekki tæpara standa, að þeir næðu
landi.