Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 14
264 ÆGIR félags íslands, að beita sér fyrir því, að sérstakur hraðskreiður bátur annist strandgæzlu fyrir Vestfjörðum frá 1. júní til októberloka. Frá þessum tíma og þar til í lok marz sé eitt af varðskipum ríkisins látið hafa á hendi, ásamt land- helgisgæzlunni, björgunarstarfsemi og eftirlit með veiðarfærum linubáta fyrir ágengni togara, og hefjist sú gæzla nú í haust«. Samþ. i e. hlj. 3. Véla-umboð Fiskifélagsins. (Tillaga frá Kr. Jónssyni): »Fjórðungsþingið er því eindregið fylgj- andi, að Fiskifélag íslands taki að sér umboð á mótorvélum handa fiskiskipum landsmanna, og skorar á næsta Fiski- þing, að hrinda þessu máli til fram- kvæmda«. 4. Símalína að Suðureyri í Tálknafirði. (Tillaga frá Albert Guðmundssyni): »Fjórðungsþingið skorar fastlega á Fiskifélag Islands, að hlutast til um, að símalína verði lögð hið allra fyrsta að Suðureyri í Tálknafirði«. 5. Innlend fœragerð. (Tillaga frá Arn- grími Bjarnasyni): »Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir því, að innlend veiðafæragerð er komin á fót, og hvetur útgerðarmenn og sjómenn að gera sitt til þess, að þessi iðngrein geti blómgast«. 6. Vitamál. (Nefndartillaga): »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélagið að beita sér fyrir þvi: 1. Að fyrirhug- aður viti á Álftamýri við Arnarfjörð verði settur á Langanes-tá við sama fjörð. 2. Að aukið verði Ijósmagn vitanna á Slétta- nesi við Arnarfjörð og Keflavík hjá Súg- andafirði. 3. Að væntanlegur viti á Ós- hólum við ísafjarðardjúp verði reistur á komandi sumri, og að ljósmagn hans verði a. m. k. 18 sjómílur. 4. Að fyrir- hugaður viti á FJateyri við Önundarfjörð verði leifturviti. 5, Að sett verði mislitt leiðarljós á öldubrjótinn i Bolungarvik fyrir komandi vertíð«. 7. Breyting á lögum um atvinnu við siglingar. (Nefndartillaga): »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþingið, að beina þvi til Alþingis, að eftirtaldar breytingar verði gerðar á lögum um at- vinnu við siglingar: 1. Að aukin verði kennsla við smáskipa-próf, svo mikið, sem þar um fróðir menn telja nauðsyn- legt lil þess, að geta fært fiskiskip við strendur íslands, og að aukin verði rétt- indi þeirra manna þannig, að þeir fái rétt til skipstjórnar og stýrimennsku á fiskiskipum landsins án tillits (il stærðar skipsins. 2. Að þeir, sem hafa verið skipstjórar og stýrimenn á skipum allt að 60 smálestum í minnst 5 ár áður en breyting þessi öðlast gildi, og eigi hlekkst á yfir þann tíma, hljóti sömu réttindi. Varalillaga: Fáist ekki framangreindar tillögur samþykktar, leggur Fjórðungs- þingið til, að breytt verði orðunum »brúttó« í »nettó« í lögum um atvinnu við siglingar frá 1922, þar sem þau á- kveða réttindi til skipstjórnar og stýri- mennsku á smáskipum«. 8. Dragnótaveiðar. (Nefndartillaga): »Fjórðungsþingið skorar á Fiskifélag íslands, að mæla með því við atvinnu- málaráðuneytið, að bönnuð verði drag- nótaveiði í landhelgi á svæðinu frá Látra- bjargi að Stigahlíð vestan ísafjarðardjúps, þar sem reynzla undanfarinna ára hefur sýnt, að dragnótaveiðar hafa spillt stór- lega smábáta-afla á þessu svæði. 9. Norsku samningarnir. (Nefndar- tillaga): Samþ. með 6 atkv. gegn 1. »Fjórðungsþingið skorar fastlega á Al- þingi og ríkisstjórn, að segja upp norsku samningunum svo fljótt sem unnt er, þareð það er álit flestra sjómanna og útgerðarmanna, að samningar þessir séu landi og lýð til stórtjóns, vegna þeirra

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.