Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 18

Ægir - 01.11.1933, Blaðsíða 18
268 ÆGIR sem búist var við honum að landi og var þá hafin leit, sem varð árangurs- laus. Síðar rak stýri, árar o. fl. af þess- um bát, á Eyri í Eyrarsveit, en afdrif bátsins eru að öðru leyti ókunn. Þenn- an dag reru allir úr Bjarnareyjum, en Kristján heitinn fór lengst allra og sást ekki til hans er menn héldu til lands. Menn telja sennilegast, að vélin hafi bil- að og báturinn fyllst. Eftir þvi sem kunnugir herma, hefur enginn bátur farist frá Bjarnareyjum í fiskiróðri, síðustu 75—80 ár og hefur þó útræði verið mikið í eyjunum, einkum fyrr á tímum, t. d. fyrir 50 árum, reru þaðan milli 30 og 40 bátar, haust og vor. Fundargerð Fjórðungsþings Sunnl.fjórðungs. Ár 1933, laugardaginn 18. nóvbr., var fjórðungsþing Sunnlendingafjórðungs sett og haldið í Báruhúsinu á Akranesi og hófst kl. 7 síðdegis. Forseti fjórðungsþingsins Ólafur B. Björnsson setti þingið og bauð fulltrú- ana velkomna, og lét í ljósi óánægju sína yfir því hve fáir voru mættir, en lýsti því hins vegar yfir, að þingið væri löglegt, þar sem meira en helmingur fulltrúa væru nmættir frá þeim deildum sem nú væru starfandi. Að því Ioknu minntist forseti látins sljórnarmanns, Jóhanns heitins Ingva- sonar Keflavík og mannskaðans á Akra- nesi s. 1. vertíð og bað fundarmenn að standa upp til virðingar við hina látnu bræður. Á þinginu gerðist þetta: 1. Lögð fram kjörbréf viðstaddra full- trúa. Skipaði forsetinn Kr. Tómasson og Bjarna Eggertsson til þess að athuga þau. Lögðu þeir til að þau væru gild tekin, þar sem ekkert var við þau að athuga, og var það samþykkt. 2. Bá skýrði forseti frá störfum vegna síðasta þings og milli þinga. a. Að greiddar hafi verið samkvæmt áætlun síðasta fjórðungsþings 200 kr. til björgunarbátakaupa í Þorlákshöfn. Spurði forseti hvort enn væru ekki í heiðri höfð sett skilyrði, og upplýsti fulltrúi Eyrar- bakkadeildar, að svo væri. b. Ennfremur að hann hefði eftir beiðni gengist fyrir fundi um söfnuu veiðar- færamerkja til markaskrár i fjórðungn- um, sem nú er út komin. Hefði hann boðað til þess fulltrúa úr öllum ver- stöðvum hér sunnanlands, og lagði hann til að fulltrúunum yrði greitt samtals 55 kr. upp í ferðakostnað þeirra, og var það samþykkt. c. Skýrði frá, og las upp bréf um þing- haldið, þar sem hann hvatti deildir til starfa, og leyfilega fulltrúasendingu. Þing- ið var einnig auglýst í »Ægi«. 3. Lesinn upp endurskoðaður reikn- ngur fjórðungsins 1931, 1932 og 1933. Borinn undir atkv. og samþ. 4. Kosin fjórðungsstjórn: Forseti var endurkosinn ÓI. B. Björns- son með samhljóða atkvæðum. Ritari Bjarni Eggertsson með samhlj. atkv, — Varaforseti Kristmann Tómas- son og vararitari Guðmundur Jónsson, Eyrarbakka. 5. Þessi mál voru lögð fyrir þingið. a. Fisksölumál. b. Slysavarnir. c. Innlend veiðarfæragerð. d. Ellitryggingar skipa. e. Dragnótaveiðar í landhelgi. /. Rekstrarl. handa smábátaútveginum. g. Norsku samningarnir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.