Ægir - 01.12.1933, Page 3
ÆGIR
MÁNAÐARRIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS
Reykjavík. — Desember 1933.
Nr. 12.
26. árg.
Merkingar á fiskum.
Útvarpserindi flutt 24. nóvember 1933.
Eftir Bjarna Sœmundsson.
Sjórinn og vatnið, heimkynni allra
fiska, leggja hulu yfir allt líf þeirra, sem
gerir alla beina athugun á lífsháttum
þeirra erfiða eða ómögulega. Menn sjá
ekki nema örstutt frá sér út á eða nið-
ur í sjóinn og hið sama gildir um ár og
stöðuvötn, jafnvel þó grunn séu; maður
sér að vísu í botn, en ekki nema skammt
át til hliðanna. Ef nú fiskur kemur í
ljósmál, t. d. ufsi í sjónum, eða silungur
í vatninu, og hverfur aftur sýn, þá er líkt
um hann og vindinn : »t*ú veitst ei, hvað-
an hann lcemur, né hvert hann fer« og
því síður, hvað hann svo tekur fyrir.
En það er einmitt þetta, sem fiskimenn
vilja gjarnan vita og þurfa helzt að vita
sem bezt: um göngur nytjafiskanna og
allt líferni þeirra. Það er svo auðskilið
mál, að það þarf ekki frekari skýringar
við.
Stundum koma fyrir atvik, sem gefa
oaönnum nokkrar upplýsingar um ferðir
eða önnur atriði í lífi fiska. Á vorin fást
hér stundum úti fyrir Vestfjörðum, t. d.
áti á Hala, þorskar með netaförum og
jafnvel netamöskvum á sér og sýna með
þvi, að þeir hafa verið við SV-strönd
landsins, þar sem net eru almennt brúk-
uð, undanfarna vetrarvertíð og komist
þar í kynni við netin, en siðan farið
öorður með landi, En nánari upplýs-
ingar um ferðalagið gefa þessi merki
ekki.
1 júní 1916 veiddist á togara í Álsbrún,
úti fyrir Aðalvík, stórufsi, með flatnings-
hníf í maganum. Einn af hásetunum gat
helgað sér hnífinn, því að hann bar
fangamark hans, en hnífurinn hafðihrokk-
ið útbyrðis úr hendi hásetans 6 vikum
áður, á lóðaskipi (línaveiðara) suður á
Selvogsbanka. Hefur ufsinn hent hnifinn
»á Iofti« þar sem hann datt ogsvohald-
ið með hann í maganum norður með
landi. Þetta atvik gefur miklu nánari
upplýsingar en hitt um ferð fisksins,
bæði um staðinn, sem hann fórfrá, tim-
ann, sem hún tók, stytstu vegalengd,
sem hann hlaut að hafa farið og minnsta
hraða hans og svo má af því sjá, að
fiskum verður ekki bumbult af öllu, er
ufsanum hafði ekki orðið neitt sýnilega
meint við það, að ganga með stóran,
hárbeittan flatningshníf svona lengi.
Stundum veiðast fiskar með önglum í
sér, er gefa upplýsingar um, hvaðan þeir
eru komnir og séu það lóðarönglar, með
merktum taumum, eins og nú tíðkast
víða hér við land, geta þeir gefið enn
betri upplýsingar um fiskinn.
Fiskar af þessu tægi eru í rauninni
merktir þó að merkingin sé ekki full-
komin, en hún getur þó sýnt hið sama
og regluleg merking. Hnífurinn i ÁIs-
brúnarufsanum sýndi það, sem menn
grunaði áður, áð stórufsinn, sem hrygnir
á Selvogsbanka á vetrarvertíðinni, fer að
henni lokinni norðnr á Vestfjarða-mið,