Ægir - 01.12.1933, Page 5
ÆGIR
silfri, raeð einkennisstaf, einum eða tveim-
ur (E England, Da Danmörk, stundum
líka svæðisstaf), og númeri, tíðast fest
(með silfurvír) á kjálkabarðið á bolfisk-
um (t. d. þorski), eða utan til á »bakið«
á flatfiskinum1. Um leið og fiskurinn er
merktur, er hann mældur, tekin af
honum nokkur hreisturblöð (þorskur)
eða veginn (flatfiskur). Mjög er miserfitt
að merkja fiska ; auðvelt að merkja líf-
seiga fiska, eins og skarkola og þorsk,
en erfitt þá sem eru ólífseigir, eins
og ýsu og ufsa og síld hefur ekki tek-
ist að merkja vegna þess, hve lítið hún
þolir.
Á þessum 30 árum, sem unnið hefur
verið að samþjóða merkinguin, hafa ver-
ið inerkt feikn af nokkurum fiskateg-
undum, einkum þorski og ýmsum flat-
fiskum, sérstaklega skarkola og hafa
merkingarnar gefið mikilsverðar upplýs-
ingar um göngur, vöxt og aðra lífshætti
hinna merktu fiska, en því miður er hér
eigi auðið að skýra neitt nánara frá
þeim í heild sinni, til þess er tíminn of
naumur. Verður því aðallega skýrt frá
merkingunum hér við land og við ná-
grannalönd vor, að því leyti, sem þær
hafa varpað birtu yfir lífshætti íslenzkra
fiska.
Eins og áður var vikið að, fóru Dan-
ir að merkja fisk hér við land, þegar á
1. ári samvinnu-rannsóknanna, sumarið
1903. Þá voru merktir 280, (30—48 cm
langir) skarkolar á rannsóknaskipi þeirra
»Thor« á Sjálfanda, síðustu dagana í
júní. — Sumarið 1904 merktu þeir (á
»Thór«) þorska, (41—102 cm langa)
í Loðmundarfirði, 25. júli og 194 á Hér-
aðsflóa, 3 dögum síðar og var ég þá á
1) Fangamörk og annað krot, sem stundum
e» á hvítu hliðinni á sprökum, hafa fiskimenn
skorið af rælni, en eiga ekkert skylt við vís-
indalegar merkingar.
279
skipinu og var viðstaddur allar merk-
ingarnar. — Sumarið 1905 voru merktir,
að mér viðstöddum, 494 skarkolar (31—
57 cm langir) í Vopnafirði, 28.-29. júlí
391 þorskur (41 — 67 cm langur), á Skaga-
firði, 10.—18. ágúst og 26 þorskar (50—
60 cm langir) við Hrísey á Eyjafirði 16.
og 22. ágúst. Svo var ekki merkt neitt
næstu 2 ár.
Þessar fyrstu sjófiskamerkingar hér við
land voru gerðar í þeim tilgangi, að fá
vitneskju um, hvað um þenna fisk, hálf-
vaxinn eða fullþroskaðan yrði, sem á
sumrin dvelur i kaldari sjónum fyrir
norðan og austan land.
Utkoman af kolamerkingunum var, í
aðaldráttum þessi: í árslok 1906 höfðu
14 skarkolar. eða 5% af þeim 280, sem
merktir voru á Skjálfanda 1903, veiðst
aftur, eftir 12 — 14 mán., 2 á Skjálfanda
og Axarfirði, 3 á Eyjafirði, 1 á Húnaflóa,
hinir flestir úti fyrir Vestfjörðum, o: kol-
inn hafði yfirleitt flutt sig vestur á bóg-
inn, í áttina til hlýja sjávarins, til hrygn-
ingar fyrir vestan og sunnan land. Síð-
an hafa engir endurveiðst.
í árslok 1909 höfðu 33 skarkolar
eða 5,67°/» af þeim 494, sem merktir voru
á Vopnafirði 1905, veiðst aftur, eftir 4 —
45 mán., 5í Vopnafirði, 4 við Langanes,
en flestir á milli Glettinganess og Vest-
manneyja, o: sótt í hlýja sjóinn, og
skemmstu leið, eins og Skjálfandakolinn.
— Það af hinum endurveidda kola, bæði
úr Skjálfanda og Vopnafirði, sem hafði
verið nokkuð lengi í sjó, óx töluvert,
þegar um ungan og óþroskaðan fisk var
að ræða, annars lítið. Gáfu þessar fyrstu
kolamerkingar þannig miklar upplýsing-
ar um göngur skarkolans og vöxt.
Útkoman af þorskmerkingunum varð
þessi: í árslok 1907 höfðu 29 fiskar, eða
5,9n/«, endurveiðst af þeim 491, sem
merktir voru í Loðmundarfirði og Hér-