Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 8
282
ÆGIR
Loks skal það tekið fram, þóft það
snerti ekki merkingarnar beinlínis, að
síðustu sumur hafa rannsóknir Dana í
Grænlandshafi feitt í ljós, að mergð af
svifseiðum þorsksins berst í júní og júlí
með Irmingerstraumnum írá SV- ogV-
strönd Islands yfir til Grænlands. Þar
leita þau sennilega botnsins, vaxa upp
þar á grunninu og í fjörðum og vitja
svo, sem æxlunarfærir fiskar, hrygning-
arstöðvanna við ísland, þar sem þeir
voru gotnir, tíl þess að æxlast þar sjálf-
ir, fara svo í ætisleit yfir til Grænlands
að sumrinu til, svo aftur með vetrinum
á ný til íslands, til hrygningar o. s. frv.
Væri það því all-sennilegt, að það væri
aðallega fiskur, sem í æsku hefði borist
til Grænlands, og vaxið þar upp, er leit-
aði milli hrygnínga til matfanga áæsku-
stöðvarnar við Grænland.
Ekkert af þoi sem hér hefur verið
sagt, þarf að raska þeirri gömlu skoðun,
að Island hafi sinn eigin þorskstofn, en
hann reynist að vera miklu víðförulli,
en menn höfðu áður látið sér detta i
hug.
Það var tekið fram áður, að útkoman
af af fiskmerkingunum væri mjög undir
því komin, hve vel merkjunum af end-
urveiddum fiskum væri haldið til skila.
Nú hefur það reynst svo, að töluverð
vanræksla hefur átt sér stað í því efni,
menn skilað merkjum seint og síðar
meir eða alls ekki, eða ekki tekið eftir
þeim á nýveiddum fiskinum og þau fyrst
fundist á gömlum hausum og sennilega
mörg aldrei komið fram (hér er ekki
talað um þá fiska, sem endurveiðast
aldrei). Af þessu leiðir, að tölurnar, sem
tilfærðar eru hér að framan á endur-
veiddum fiskum, sýna ekki þá sönnu út-
komu. — Hins vegar er útkoman af
ýmsum merkingum svo merkileg, einnig
frá praktisku sjónarmiði skoðað, að hún
hvetur til frekari merkinga og vil ég þar
sérstaklega nefna þorskmerkingarnar við
Grænland og ísland. Það væri mjög mik-
ils vert fyrir oss íslendinga, að fá ná-
kvæma vitneskju um, hve mikil brögð
muni vera að göngum þorsks milliþess-
ara landa. En að það megi takast, er
mjög undir því komið, að fiskimenn,
aðgerðarmenn og aðrir þeir er hafa ný-
veiddan fiskinn með höndum, gæti vel
að merkjum á honum og að þeim sé
skilað sem fyrst — til skrifstofu Fiskifé-
lags íslands í Reykjavik eða til ertnd-
reka Fiskifélagsins úti um land.
Prófessor Jóhs heitinn Schmidt, mað-
urinn, sem mest hefur unnið að fiska-
merkingum hér við land, lét svo um
mælt, að islenzkir fiskimenn væru skil-
vísari á merkin, en annara þjóða fiski-
menn; vona ég að þeir heiðri minningu
hins ágæta, látna vísindamanns, meðþví
að láta orð hans ásannast, einnig í fram-
tiðinni og geri sitt til að öll fundin merki
komi til skila.
Framkv.stj. A. V. Tulinius.
Hinn 20. október þ. á. voru 15 ár lið-
in frá stofnun Sjóvátryggingarfélags ís-
lands h. f. og hefur hr. A. V. Tulinius
veitt því forstöðu allan þann tíma og
stjórnað fyrirtækinu með dugnaði og
sóma.
Nefndan dag sagði hann af sér, vegna
vanheilsu og þreytu.
Brynjólfur Stefánsson, sem verið hefur
skrifstofustjóri félagsins síðastliðin 6 ár,
tók við starfi af Tulinius hinn sama
dag og hann sagði af sér.
Á 10. afmæli félagsins var farið nokkr-
um orðum um starfsemi þess, (Sjá 10.
tbl. Ægis 1928).