Ægir - 01.12.1933, Blaðsíða 10
284
ÆGIR
andans. Er það hafði verið affermt, var
farið að útbúa það á fiskveiðar og ráðn-
ir um 20 hásetar, gekk það greiðlega því
margir vildu komast á þetta stóra og
góða skip, sem bar svo langt af þeim
þilskipum, er þá voru hér til og var ég
einn af þeim.
Tók nú Markús heit. Bjarnason, skóla-
stjóri við skipstjórn á Margréti, en Guðm.
við skipstjórn á Gylfa, er Markús hafði
áður haft. Var svo farið á veiðar og'
haldið út þar til seint í ógúst og fiskað-
ist sæmilega, eftir því sem þá þótti, en
ekki hefði það þótt mikill afli seinna, er
kútterarnir voru sem flestir. Þegar hætt
var veiðum, hafði Zoéga ákveðið að
senda skipið lil Spánar með fiskfarm;
var þá strax farið að útbúa skipið í þá
ferð. Farmurinn var 630 skpd. afþorski
nr. 1. Tók nú Guðm. Kristjánsson aftur
við skipstjórn á Margréti og skyldu há-
setar vera 4 auk matsveins, stýrimaður
var sá sami. Vildu nú allir hinir yngri
fá að fara þessa ferð, þvi þá voru færri
tækifæri til þess að komast út fyrir poll-
inn, en nú gerist. Var ég einn af háset-
unum, hinir voru Þorvaldur Jónsson,
seinna skipstjóri, Þórður Sigurðsson,
seinna stýrimaður og Isak Þorgeirsson,
seinna stýrimaður, matsveinn var Lúð-
vík Jakobsson, seinna bókbindari. Allir
á lífi enn. Lagt var af stað um miðjan
september, on ekki byrjaði betur en svo,
að 5 sólarhringa vorum við að komast
fyrir Reykjanes, því á voru suðaustan
stormar, síðan gerði norðanstorm og
komumst við með honum niður undir
Orkneyjar. Þá gerði eina nótt storm mik-
inn og var látið reka, en um morguninn
er birti, vorum við í þann veginn að
reka upp í hamra nokkra er stórbrim
var við og munaði minnstu að ferðin
endaði þar. Það var við eyju þá er Fair-
Hill heitir og er hér um bil mitt á milli
Hjaltlands og Orkneyja. t*ar var þá eng-
inn viti, en var settur þar nokkru síðar.
Komum við svo til Granton í Skotlandi
eftir 14 daga útivist. Þá urðu öll skip,
sem héðan voru send með Spánarfisk,
að koma við i Skotlandi til þess að fá
skeyti um það frá umboðsmanni send-
anda í Kaupmannahöfn, til hvað staðar
fara skyldi. Fengum við þar að vita að
við ættum að fara til Bilbao á norður-
Spáni. Yoru það okkur hásetum nokkur
vonbrigði, höfðum við búist við að far-
ið yrði til Barcelona, því þangað voru
oft send skip með fisk, sem ekki voru
stærri, en við vildum helzt fara sem
lengst.
I Granton vorum við 4 daga, sigldum
síðan suður Norðursjóinn, lentum einn
dag í þvögu af kútterum, er voru þar
að veiðum með botnvörpur, var þá hvass-
viðri á sunnan og létum við reka með
þrírifuðum seglum, en þeir sigldu með
einrifuðum seglum og voru að toga. Var
okkur starsýnt á þá og þóttu þeir sigla
mikinn, en þeim líklega við lítið. (Dreymdi
mig þá ekki um, að ég mundi verða fjórð-
ung aldar á samskonar skipum).
Er við komum í Ermarsund, gerði
logn og svarta þoku. Þótti okkur er ó-
vanir vorum, undrum sæta allt það ösk-
ur og hljóðmerki sem við heyrðum í
kringum okkur, enda gaf á að líta er
birti; urmull af skipum af öllum gerð-
um og stærðum. Til Bilbao komum við
svo um miðjan októbermánuð, vorum
þar í 10 daga og tókum seglfestu. t*að-
an sigldum við til Le Havre í Frakklandi,
þar láum við 14 daga, tókum klíð og
olíukökur til Lambafjarðarins á Sjálandi.
Þaðan fórum við svo til Kaupmanna-
hafnar og komum þar skömmu f}rrir
jól. Fór þá slýrim. heim til sín, en við
hásetarnir bjuggum í skipinu. við léleg-
an kost, en ekkert kaup á meðan við