Ægir - 01.12.1933, Page 11
ÆGIR
285
vorum um kyrt, annars var kaupið 30
kr. á mánuði og myndi það þykja lítið
nú. Skipstjóri bjó í landi.
í Kaupmannahöfn lágum við svo þar
til i marzmánuði, að við lögðum af stað
heim, hlaðnir vörum til eigandans og
komum til Reykjavikur seint í marz,
eftir erfiða ferð.
Ég hefi hér sagt frá þessari ferð af því
það mun verið hafa í fyrsta sinn, að is-
lenzkt skip með íslenzkri áhöfn hafi ver-
ið sent héðan til Spánar, að því er mér
er kunnugt.
Ellert K. Schram.
Trillubáíar farast.
Atta menn drukkna.
Sunnudaginn 3. desbr. leituðu fimm
bátar af Siglufirði, að trillubátum þeim,
sem vöntuðu á laugardaginn 2. desbr.
Vélbáturinn »Haraldur« fann bátþann
sem vantaði frá Siglufirði austur i Eyja-
fjarðarál. Var báturinn marandi í kafi
og mannlaus.
Tók Haraldur bátinn og dró hann til
Siglufjarðar.
Er talið, að slysið hafi þannig viljað
til, að alda hafi skollið yfir bátinn og
sprengt seglið, sem yfir hann var strengt,
en báturinn þá fyllst af sjó og honum
hvolft, en komist á kjöl aftur, eftir að
mennirnir voru viðskila við hann. Af
vélinni varð séð, að báturinn hafði verið
á fullri ferð, er sljrsið bar að höndum.
Af bátnum frá Bæjarklettum, fann vél-
báturinn »Gunnar« brak úr vélaskýli, ben-
zíndunk, og línukrók.
Á Siglufjarðarbátnum drukknuðu Por-
leijar Porleijsson frá Staðarhóli, einn
hinna gömlu hákarlaskipstjóra, ekkju-
maður, er átti uppkomin börn. Por-
valdur sonur hans um þrítugt og Hart-
mann Jónasson 18 ára, báðir ókvæntir.
— Á bátnum frá Bæjarklettum fórust:
Jónas Jónsson frá Móhúsi, Jo/iannes yngri
Jóliannesson frá Vatnsenda, Jóhann Egg-
ertsson frá Ósi og Eggert sonur hans.
Jóhann og Jónas frá konu og börnum.
En auk þess tók út Jóhann bónda
Jónsson frá Glæsibæ.
A8 gefnu tilefni
og vegna fyrirspurna, sem Fiskifélag-
inu hafa borist frá ýmsum stöðum, skal
það tekið fram að samkvæmt úrskurði
stjórnarráðsins frá 14. janúar 1931, er
það heimilt að skipstjóri eða stýrimað-
ur á vélbátum með 50—150 hestaflavél,
séjafnframtaðstoðarvélagæzlumaðursam-
kvæmt 2. málsgr. 6. gr. vélgæzlulaganna
frá 1924, ef hann fullnægir kröfum, sem
gerðar eru til slíks vélgæzlumanns í 3.
gr. léðra laga.
* /{. B.
Frá utanríkismálaráðuneytinu
Ráðuneytið vill hér með, að gefnu til-
efni benda á, að upprunaskírteini fyrir
íslenzka síld, sem seld er til Póllands,
verða, ef þau eru rituð á þýzku (eða
dönsku), einnig að vera rituð á pólsku
eða frönsku, með því að pólsku tolla-
yfirvöldin neita ella að viðurkenna upp-
runaskírteinið.
Einnig skal skýrt frá þvi, að pólsku
tollayfirvöldin hafa gert athugasemd út
af því, að nafn og stimpill pólska kon-
súlsins fyrir Island hefur verið sett fyrir
framan undirskrift hlutaðeigandi em-
bættismanns i stað þess að vera undir
embættismannsnafninu.
1 framhaldi af fyrri bréfum um síldaiv