Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1933, Qupperneq 13

Ægir - 01.12.1933, Qupperneq 13
ÆGIR 287 ir nokkrar umræður var samþykkt að vísa þessu máli til umsagnar nefndar í málinu nr. 6. 8. Pá var tekið fyrir að ræða um 6. mál á dagskrá, sildargeymsla. Málshefj- andi Steindór Hjaltalín. Eftir nokkrar umr. var samþ. að vísa þessu máli til nefndarinnar í síldarsölumálinu nr. 5 hér að framan. 9. Þá var tekið fyrir 7. liður dagskrár. Tollmál. Málshefjandi Steindór Hjaltalín. f þessu máli var samþ. svo hljóðandi tillaga. »Fjórðungsþingið skorar á Fiskiþing enn á ný að beita sér af alefli fyrir þvi, að útflutningsgjald af síld, síldarmjöli og fiskafurðum sé lækkað svo, að það verði ekki hærra en á öðrum íslenzkum af- urðum«. 10. Þá var tekið fyrir málið nr. 9 á dagskrá. Norsku samningarnir. Málshefj- andi Þorsteinn Stefánsson. 1 þessu máli var samþ. svo hljóðandi tillaga. »Fiskiþingið telur viðskiftasamning- ana við Noreg frá 17. sept. 1932, óvið- unandi og skorar þvi á Alþingi og rík- isstjórn að segja þeim upp fyrir 1. des. 1933. Forseta var falið að sima ályktun þessa til alþm. Akureyrar til frekari af- greiðslu til Alþingis þess er nú situr. Enn fremur til stjórnar Fiskifélags lslands«. Þá var kl. 7 og fundi frestað til kl. 1 næsta dag. Þá var aftur fundur settur kl. 1 næsta dag og voru þá mættir 2 nýir fulltrúar, Sigurvin Edilonsson fyrir Árskógsdeild og Jóhannes Jónasson fyrir Skagastrand- ardeild. Kjörbréf þessara fulltrúa voru athuguð og reyndust gild. Þá var tekið fyrirll. Fisksölasamlags- mál. Nefndin sem í það mál var skipuð lagði þá fram ítarlegt álit. Útafþvíurðu nokkrar umræður og að síðustu voru samþ. svo hljóðandi ályktanir nefndar- innar er sendist Fisksölusamlagsstjórn- inni. »a. Að sjá til þess, svo sem frekast er unnt, að hver landshluti beri úr bítum sem næst hlutfallslegu verði miðað við gæði framleiðsluvörunnar á hverjum tíma. b. Að láta lakari hafnirnar sitja fyrir útskipun á flski þeirra, jafnvel þó greiðsla fari ekki fram þá þegar, að einhverju leyti. c. Að hvika sem minnst frá gerðum á- œtlunum og tilkynningum um útskip- unardaga fiskjarins. d. Að leitast við að taka meira af fiski á hverjum stað í flutningskipin og þar af leiðandi á færri stöðum í sömu ferð«. Ennfremur var samþykkt þessi tillaga, er sendist stjórnarnefnd sölusamlagsins. »Fjórðungsþingið telur ennfremur æski- legt, að íisksölusambandið stæði eftir- leiðis í nánara sambandi við norðlenzka fiskframleiðendur, en verið hefur, um söluhorfur o. fl., annaðhvort með því að hafa aðalumboðsmann á Akureyri, sem fengi nákvæmar upplýsingar frá sam- bandinu, eða fulltrúa í Reykjavík, við hlið stjórnar sölusamlagsins«. Samþ. var að senda greinargerð nefnd- arinnar í heild, til stjórnar sölusam- lagsins. 12. Þá skilaði nefndin í málinu: Sild- arverksmiðja á Norðurlandi áliti og bar fram svo hljóðandi tillögu til samþykktar. »Fjórðungsþingið lýsir ánægju sinni yfir framkomnu lagafrumvarpi um hygg- ingu nýrrar sildarverksmiðju, og leggur eindregið til, að verksmiðjan verði reist við Húnaflóa, og svo framarlega að tryggt sé, að nægilegar hafnarbætur verði gerð- ar á Skagaströnd á næstu tveim árum, telur þingið ómótmælanlega Skagaströnd heppilegasta staðinn fyrir sildarverksmiðj- una. Að Húnaflóa frágengnum telur þing-

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.