Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1933, Side 15

Ægir - 01.12.1933, Side 15
ÆGIR 289 náist þeir samningar, þá að söltun síldar fyrir nefndan dag sé bönnað meðlögura«. Þessi tillaga var samþykkt. Þá bar sama nefnd upp svohljóðandi tilltögu um síldargeymslu. »Fjórðungsþingið telur brýna nauðsyn, að strax fyrir næstu síldarvertið sé komið upp húsum eða þróm til geymslu fyrir léttsaltaða síld, og beinir þeirri ósk sinni til Fiskifélags Islands, að það leitist fyrir um hagkvæm lán til slíkra bygginga«. Þessi tillaga var samþykkt. Þá bar sama nefnd upp svohlj. tillögu. »Fjórðungsþingið er algerlega á móti þvi, að farið sé enn á ný að lögleiða mat á síld, þar sem reynsla undanfar- andi ára hefur sýnt, að íslenzk síldar- matsvottorð hafa ekki verið tekin til greina af erlendum síldarkaupendum«. Þessi tillaga var samþykkt. 22. Slysatryggingarmál. Nefndin í því máli lagði fram greinargerð og tillögur. í þessu máli voru samþ. þessar tillögur. »1. Hinn svokallaði biðtími, það er minnsti tími, sem sjómenn eiga rétt til slysabóta, færist niður i 10 daga«. »2. Slysatryggingin endurgreiði útgerð- armönnum kostnað við sjúkdóma skips- manna, þar með sjúkrahússvist, sem fyrir kunna að koma á útgerðar-tímanum«. »3. Enn fremur lítur þingið svo á, að endurskoða beri alla slysatrygginguna í heild svo og siglingarlögin, að því er þessi atriði snertir«. 23. Samgöngumál. Málshefjandi Jónas Jónsson. Á fundinum mætti i máli þessu fyrir hönd útgerðarinnar Drangey, Jón Benediktsson, og var veitt málfrelsi. Eftir langar umræður var borin upp og samþykkt svohljóðandi tíllaga. »Fjórðungsþingið átelur harðlega þá óreglu, sem á sér stað með að fylgja áætlunum við siglingar islenzkra skipa fyrir NorðurIandi«. 24. Skipaskoðunarmenn í Ólafsfirði. Flutningsmaður Páll Halldórsson. Borin upp og samþ. þessi tillaga. »Fjórðungsþingið telur málaleitun Ó- lafsfirðinga um sérstaka sldpaskoðunar- menn búsetta þar á staðnum, réttmæta og á rökum reista, og felur Fiskiþingi að reyna að fá þessu framgengt«. 25. Fjárstyrkur til sambandsins. í því máli var borin upp og samþykkt svo- hljóðandi tillaga. »Fjórðungsþingið skorar á næsta Fiski- þing að veita styrk til fjórðungssam- bandsins eins og að undanförnu«. 26. Fjárbeiðnir og styrkveitingar. Fjár- laganefnd leggur fram nefndarálit og svo neðantalda fjárhagsáætlun. Tekjur 1933: 1. í sjóði 1. janúar........kr. 902,70 2. Fiskif. fjórðungstillag. ... — 1000,00 kr. 1902,70 G j ö 1 d 19 3 3: 1. Fjórðungsþinghald ...... kr. 200,00 2. Fulltrúafundur.............— 600,00 3. Styrkur til sundlaugar á Laugalandi.................— 200,00 4. Styrkur til sundlaugar á Akureyri...................— 500,60 5. óviss útgjöld til jafnaðar . — 402.70 kr. 1902,70 Fjárhagsáætlun 1934. T e k j u r: 1. Fiskif. fjórðungstillag. . . . kr. 1000.00 kr. 1000,00 Gjöld: 1. Fulltrúafundur ..........kr. 600,00 2. Óviss útgjöld til jafnaðar . — 400.00 kr. 1000,00 Á æ 11 u n þessi var eftir nokkrar um- ræður borin upp og samþykkt.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.