Ægir - 01.12.1933, Qupperneq 16
290
ÆGIR
27. Meðmæli með styrkveitingabeiðn-
um. Fjárhagsnefnd leggur fram tillögur
til meðmæla með neðantöldum beiðnum.
»a. Að mæla með styrkbeiðni útgerð-
armanna í Ólafsfirði kr. 1500,00 til Fiski-
félags íslands til að standast kostnað við
fullnaðarbyggingu dráttarbrautar fyrir
báta í Ólafsfirði.
b. Að ítreka áskorun til Fiskifélagsins
um styrk til bátabryggju á Litla-Árskóg-
arsandi, samkvæmt heimild til þessarar
fjárveitingar á síðasta Fiskiþingi.
c. Að skora á stjórn Fiskifélagsins að
hlutast til um að ríkisstjórnin láti fram
fara uppmælingu á Flateyjarhöfn á Skjálf-
anda, þegar á næsta sumri.
d. Að skora á stjórn Fiskifélags og
Fiskiþingið, að beita sér fyrir því við
hlutaðeigandi valdhafa, að byggð verði
ný símalína frá Litla-Árskógarsandi að
Rauðuvík, er liggi um útróðrarstaðinn
Selárvík, svo fljótt sem unnt er, og verð-
ur nauðsyn þessa máls skýrð í erindi er
hlutaðeigandi menn senda Fisldfélaginu
innan skamms«.
Tillögur þessar voru bornar upp hver
fyrir sig og allar samþykktar.
28. Veðurathuganir. Málshefjandi Þor-
steinn Stefánsson. Borin upp og samþ.
svohljóðandi tillaga.
»Fjórðungsþingið Norðlendinga beinir
þeirri ósk til Fiskifélagsins, að það hlut-
ist til um við veðurstofuna í Reykjavík,
að birtar verði framvegis veðurathuganir
frá þeim stöðum, sem næst liggja hafinu.
t. d. Siglunesi, Kálfshamarsvík, Skálum
á Langanesi o. íl, en sleppa frekar þeim
er liggja uppi í landi«.
29. Lánsstofnun fyrir sjávarútveginn.
Bornar voru upp svohljóðandi tillögur:
1. Fiskiþingið skorar á Fiskifélags-
stjórnina, að hún beiti áhrifum sínum í
þá átt, að milliþinganefndin i sjávarút-
vegsmálum taki upp á væntanlegar til-
lögur sínar, að leggja eindregið til, að
sett verði á fót lánsstofnun fyrir sjávar-
útveg landsmanna, er veiti hagkvæm lán
til rekstrar útgerðarinnar.
2. Fiskiþingið skorar á Fiskifélags-
stjórnina í Reykjavik, að gangast fyrir því,
að forvextir við Útvegsbanka íslands verði
færðir niður, þannig, að þeir verði ekki
hærri en við Landsbankann. — Tillögur
þessar voru samþykktar.
30. Bann á innflutningi gamalla er-
lendra fiskibáta. Málshefjandi Páll Hall-
dórsson. Eftir talsverðar umræður var
þessi tillaga samþ. með 6 atkv. gegn 4.
»Fjórðungsþingið telur að reynsla und-
anfarandi ára liafi ótvirætt sannað, að
kaup íslendinga á erlendum vélbátum
sé afar vafasöm, þar sem slikir bátar
hafa í fleiri tilfellum reynst ótraustir og
hættulegir lífi áhafnarinnar. — Vill því
fjórðungsþingið með atbeina stjórnar og
þings Fiskifélags íslands, leggja til við
alþingi, að innflutningur gamallra er-
lendra fiskibáta verði bannaður með
lögum«.
31. Mat á lýsi. Flutningsm. Jóhannes
Jónasson. 1 því máli var borin upp og
samþykkt þessi tillaga.
»Þingið skorar á stjórn Fiskifélagsins,
að hún hlutist til um ekki síðar en á
næsta sumri verði fullkomið mat á lýsi
framkvæmt á Siglufirði, Akureyri og
öðrum þeim stöðum, sem lýsi er flutt
út frá, svo ekki þurfi að senda lýsið til
Reykjavíkur til mats, eins og að undan-
förnu«. Þessi tillaga var samþykkt.
32. Þá var gengið til kosninga á 2
fulltrúum fyrir næstu 4 ár lil Fiskiþings-
ins í Reykjavík. Kosningu hlutu þessir:
Guðmundur Pétursson með 9 atkv. og
Páll Halldórsson með 9 atkv. F*á voru
kosnir 2 menn til vara: Steindór Hjalta-
lín með 8 atkv, og Páll Bergsson með
6 atkv.