Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1933, Side 21

Ægir - 01.12.1933, Side 21
ÆGIR 295 Pétur Ingjaldsson skipstjóri á „Suðurlandi“. Hinn 20. desember þ. á. fór Pétur hina þúsundustu ferð sína milli Reykjavíkur og Borgarness. Hann tók við e.s. »Skildi« af núver- andi forseta Kristjáni Bergssyni, sem þá var skipsljóri á því skipi, hinn 9. júlí 1919 og var þar skipstjóri til 4. septem- ber 1922. Þann dag tók hann við »Suð- urlandinu« og er þar enn. Á þessum ferðum hefur eftirfarandi tafið, svo á- ætlun hefur ruglast: »Hinn 16. sept. 1919, snúið við á Akra- nesi vegna brims. 13. jan. 1923, snúið við á Akranesi brim, engin afgreiðsla. 8. febrúar 1925, snúið við miðja vegu, »Leifs heppna« veðrið. 6. marz 1926, snúið við til Borgarness SV rok og bil- ur. 9. des. 1926, ekki farið frá Reykja- vik, brim og rok. 6. marz 1929, í blind- þoku, tók niðri við Akureyjarrif. 5. maí 1929, ekki lagt af stað Nau rok og bil- ur. 5. jan. 1930 ekki lagt af stað, blind- bilur. 28. júlí 1930, tók niðri við Akra- nes í blindþoku. 26. nóv. 1930, sneri aft- ur vegna bils, dýpi ekki nóg inn Borg- arfjörð. 28. jan. 1932, ekki lagt af stað, VSV bylur. 2. febr. 1932, tafðist í Reykja- vegna þoku. 13. sept. 1932, ekki farið frá Borgarnesi, ofsaveður af S au og myrkur. 12. jan. 1933, ekki farið frá Reykjavík, VSV rok og éljagangur. Fleiri tafir hafa ekki orðið þessi 14 ár. Eg undirritaður hef farið nokkrum sinnum með Suðurlandinu, en ekki er ég enn farinn að skilja, hvernig Pétur skipstjóri fer að rata í dimmu, með öll- um þeim segulskekkjum á áttavitanum, sem hann á við að stríða, vegna alls- konar farms á þilfari, t. d. benzintunna, bíla og ýmislegs járns, sem flutt er með skipinu og verkar á átlavita. Vegna jafn- dýpis inn Borgarfjörð, kemur lóðið ekki að tilætluðum notum og myndi þó oft koma sér vel að geta treyst því á þeirri siglingaleið, en Pétur ratar og færri ferð- ir en 1000, gátu sannað það. Það má telja víst, að Pétur hafi nú flutt miklu fleiri farþega, en minn gamli húsbóndi Christiansen á »Láru« á 100 ferðum. Hundruðustu ferðina var hon- um haldið mikið hóf og samdrykkja, með myndagjöfum o. fl.; hafði hann þá tvær fallegar dætur sínar með þá ferð, og dró það ekki úr hátíðinni. Þeir munu marg- ir, sem unna hinum snjalla skipstjóra »Suðurlandsins« þess, að honum væri sómi sýndur á þessum tímamótum, en um það heyrum við síðar, hvort það verður gert, en »Ægir« þakkar honum fyrir frammistöðuna og óskar honum og hinum góðkunna stýrimanni »Suður- landsins«, Valdemar Stefánssyni, sem hef- ur verið með Pétri skipstjóra frá því hann tók við skipstjórn 1919, góðs geng- is og gleðilegs nýárs. Eftir því sem næst verður komist, hafa um 70 þúsund manns tekið sér far und- ir stjórn þeirra þessi ár, sem hér um ræðir. Rvík 21. des. 1933. Sveinbjörn Egilson. Á Þorláksmessu var símað frá Berlín, að miklir kuldar væru í Tyrklandi, og fjöldi fólks hefði frosið þar í hel. Hámarki sinu náði kuldinn í Anatoliu og var þar 35 stig á Celcius þann dag. Hér auð jörð og hlýindi eins og að undanförnu.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.