Ægir - 01.05.1934, Side 10
116
ÆGIR
en sem fiskiveiðaþjóð erum við fjórða,
og þegar bezt lætur þriðja stærsta ríkið
í Evrópu. En þetta er þó einungis hálf-
ur sannleikur. Við erum einna frækn-
astir til þess að ausa hundruðum þús-
unda smálesta af fiski á markaðinn, en
um verðmæti erum við því miður langt
niðri í röðinni. Við okkar eigin strendur
erum við lang-hæztir allra þjóða, sem
þar fiska, en við berum þar sama fána
eins og á erlendum markaði, við leggj-
um langmest kapp á að fiska verð-
minnstu fiskitegundirnar, og þar að auki
verkum við aflann á verðlausasta hátt.
t*að er eins og okkur sé það lífsskilyrði
að fylla þann skerf, sem okkur er mæld-
ur á heims-markaðinum, með beinum
og hausum. Allt, sem af er tuttugustu
öldinni höfum við lagt mesta rækt við
þorsk- og síldveiðar, og það kveður svo
rammt að ótrú og skilningsleysi á öðr-
um möguleikum, að svo er komið að
við friðum verðmesta fiskinn í sjónum
Jyrir tslendingum fyrir útlendinga, en
þessi fiskur er skarkolinn. Pví til sönn-
unar, sem hér er sagt, vil ég nú láta
nokkrar tölur komast að.
Af hverjum 100 fiskum, sem veiddir
voru við ísland:
fengu ísl. 1926 1927 1928 1929 1930
af þorski . . 42 48 49 50 52
— síld . . . 53 71 77 83 81
— ýsu . . . 17 18 19 24 22
— skarkola. 10 9 9 10 14
Það leynir sér ekki, að útlendingar
fleyta rjómann af skarkola-veiðunum,
enda er slík gestrisni einstök í sinni röð,
og mun vart þekkjast hjá nokkurri
menningarþjóð í heiminum, nema þeirri,
sem byggir ísland.
Meðalverð þeirra fiska, sem að ofan
eru taldir, miðað við shillings pr. kíló,
hefur verið sem hér segir:
Árið 1926 1927 1928 1929 1930
Á þorski .... 0.12 0.12 0.14 0.14 0.11
- síld 0.13 0.08 0.06 0 05 0.05
- ýsu 0.12 012 0.12 0.13 0.14
- skarkola . . . 0.90 0.82 0.72 0.72 0 73
Hér er einungis miðað við þann fisk,
sem íslendingar hafa sjálfir selt, þetta
verð hafa þeir fengið fyrir fiskinn á er-
lendum. markaði.
í bækling, sem kom út árið 1332, og
heitir: »Skarkolaveiðar Íslendinga og
dragnótin« hef ég reynt að gera grein
fyrir hvilíkur hörmunga misskilningur
það er, að halda dragnótina skaðlega,
að halda að hún sé dýrt veiðarfæri, að
halda að hún sé ætluð stærri skipum,
en ekki bátum. Dragnótin er meinlaus-
ust allra veiðarfæra, nema ef einhver
skyldi telja henni það til foráttu, að hún
veiðir fisk. Hún er veiðarfæri einyrkjans
á smábátnum, eigi þarf til hennar beitu,
hún er eioa veiðarfærið, sem gerir ein-
mitt smábátunum kleyft að veiða þær
fiskitegundir, sem beztan arðinn gefa,
ýsuna og skarkolann.
Það er misskilningur hjá hr. Jens Her-
mannssyni, að fiskimenn og fagmenn
standi á öndverðum meiði, með tilliti
til dragnótarinnar. Fjölda-margir fiski-
menn hafa skilið þýðingu dragnótarinnar,
enda hefur hlutdeild okkar í skarkola-
aflanum við landið aukist stórum síðustu
árin. t*að er til skaða og skammar fyrir
íslenzku þjóðina, að láta sig daga uppi
sem nátt-tröll, að standa eins og stein-
gerfingur gegn breytingum, sem verða á
erlendum markaði, gegn nýungum, sem
miða til þess að efla gengi fjöldaus. Það
er afsakanlegt þóttsjómenn, einkum þeir,
sem komnir eru á efri aldur, beri að
óreyndu andúð til veiðarfæra, sem þeir
ekki þekkja, en það er vítavert, þegar
menn, sem betur mættu vita, láta til-
leiðast til þess að koma í veg fyrir