Ægir

Árgangur

Ægir - 01.05.1934, Síða 11

Ægir - 01.05.1934, Síða 11
ÆGIR 117 þær umbætur, sem verða mættu. — Af slikum mönnum eigum við því mið- ur allt of marga. Það er ekki til svo ómerkilegt vopn, ekki svo aivarlegt verð- mæti, að eigi sé notað hér á landi, sem pólitískt barefli í höndum þeirra, sem fáar hafa hugsjónirnar að ausa af, eitt af þessum vopnum er dragnótin. Eg efast ekki um, að margir reyni enn þá að afla sér sætis í sölum alþingis með þvi, að sverja dragnótinni fjandskap, og er það vel farið, eða hitt þó heldur, að slíkir menn fái að bera ábyrgð á atvinnu- löggjöf ríkisins. Ykkur, sem grein þessa lesið, vil ég reyna að sannfæra um það, að ég tek ekki málstað dragnótarinnar eins og ég geri, og hef gert, aðeins til þess að kom- ast á öndverðan meið við þá mörgu, sem vilja dragnót feiga, það er öðru nær. — Eg veit vel, að ég afla mér andúðar margra. En ég held því hiklaust fram, að til farsælda mundi miða fyrir þjóð- ina, ef við leggðum meiri stund á að veiða þær fiskitegundir, sem mestan arðinn gefa, en til þess er okkur drag- nótin gefin. Að kenna dragnótinni afla- leysi, er fásinua. Þau einu skil, sem hún gerir fiskistofninum, er að hún veiðir fisk, en hver vill fara á sjó með veið- arfæri, sem ekki er þeim eiginleika búið? Ef það er satt, sem hr. Jens Her- mannsson segir í grein sinni i þessu blaði, að Arnfirðingar ætli að hafa tvö gufu- skip í förum i haust, til þess að flytja fisk (vitanlega ísaðan?) til útlanda, er það stór-merkilegt fyrirbrigði að fara fram á að loka firðinum fyrir dragnót, og koma þannig í veg fyrir að mega nota hana sjálfir á árabátum sínum eða trillu- bátum, því einungis með slíku fyrir- komulagi er hægt að tryggja það full- komlega, að ekki einn einasti koli slæð- ist í aflann og geri hann verðmeiri en venja er til að hann sé. Þessar umsóknir um friðun, sem að streyma inn í Stjórnarráðið, minna mig á það, þegar verið er að friða landflæmi fyrir þjóðflokka, sem eru að hverfa úr sögunni. Indíánar, eða það, sem eftir er af þeim, hafa verið friðaðir, svo að menn- ingin eyðileggi þá ekki. Nú eru Islend- ingar að fara fram á, að þeir, eða, það sem er það sama, atvinnuvegir þeirra, verði friðaðir fyrir nýjum veiðarfærum, og þetta gerist á tímum, þegar úrelt skipulag atvinnuveganna er að ríða okk- ur að fullu. Þeir, sem vilja loka fram- farir nýja timans utan fjarlægt a skíðgarða, hver frá sínu héraði, sælcja ekki um lán til ríkisins, og biðja heldur ekki um ábyrgð, ónei, satt er það, en þeir gera það sem verra er. Þeir heimta það, að þeir verði friðaðir gegn áhrifum nýja tímans á landi, eða í þessu lilfelli á sjó, sem er alþjóðareign, þeir vilja ekki hlíta því, að aðkomumenn njóti ónotaðra verðmæta, aðeins vegna þess, að þá ber ekki sjálfa gæfu til þess að ganga á undan. Árni Friðriksson. Hvernig fiskur var fyrrum hertur. Fiskurinn var flattur, þveginn og kas- aður síðan í 1 sólarhring, allur á grúfu. Því næst var hann breiddur á grasvöll (roðið niður) og hverjum fiski þrýst lítið eitt saman til að fá lagið á hann, sem kallað var (gera hann þykkri), og hann látinn liggja þannig í 3 — 4 sólarhringa, í þurki. Þá var hann orðinn skeljaður, svo breiða mátti hann á garða eða slíkt, án þess lagið raskaðist, en gæta varð þess, að væta kæmist ekki að honum; kæmi rigning, var hann tekinn saman og honum hlaðið i stafla, þar til þurkur kom næst.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.